Vikernes átti íslenskan pennavin Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 16. júlí 2013 15:41 Vikernes (t.h.) fékk senda íslenska orðabók og Hávamál frá Unnari og hafði mikinn áhuga á rúnum. samsett mynd Unnar Bjarnason, trommuleikari hljómsveitarinnar Sororicide, var í bréfasamskiptum við Kristian „Varg“ Vikernes fyrir um tveimur áratugum síðan, en Vikernes var handtekinn í morgun vegna gruns um að hafa skipulagt hryðjuverk. „Já það getur passað,“ segir Unnar í samtali við Vísi, en hann kynntist Vikernes vegna áhuga Norðmannsins á Íslandi og á hljómsveit Unnars. „Hann sendi okkur bréf og var að athuga með tengiliði á Íslandi. Ég svaraði því og þá upphófust bara bréfaskriftir okkar á milli.“ Unnar og Vikernes skrifuðust á eftir að sá síðarnefndi hóf afplánun á 21 árs fangelsisdómi sem hann hlaut fyrir morð og kirkjubrennur, og stóðu bréfaskiptin yfir í nokkur ár. Unnar segist þó ekki vera með smáatriði bréfanna á hreinu. „Hann var að ýja að því að ég ætti að gera Ísland að heiðnu landi sem var auðvitað djók. Hann var svolítið rasískur en skemmtilegur líka. Þetta var ekki bara einhver geðveiki. Ég þyrfti bara að skoða þessi bréf aftur, ég á þau einhvers staðar.“Söng á íslensku Vikernes fékk senda íslenska orðabók og Hávamál frá Unnari og hafði mikinn áhuga á rúnum. „Svo söng hann eina plötu á íslensku,“ segir Unnar, sem var nýbúinn að lesa um þessa nýjustu handtöku pennavinarins fyrrverandi. „Já ég var að lesa þetta. Ég sé ekki alveg hvað þeir hafa á hann. Konan hans kaupir einhverjar fjórar byssur. Ef hann er búinn að vera að skipuleggja eitthvað í líkingu við það sem hann er sakaður um er hann auðvitað bara brjálæðingur, en maður veit ekki hvað maður á að halda. Hann hefur komið fram í viðtölum og komið bara eðlilega fram þar. Til dæmis tjáði hann sig um Breivik-málið og var gjörsamlega á móti því sem hann gerði.“ Noregur Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Sjá meira
Unnar Bjarnason, trommuleikari hljómsveitarinnar Sororicide, var í bréfasamskiptum við Kristian „Varg“ Vikernes fyrir um tveimur áratugum síðan, en Vikernes var handtekinn í morgun vegna gruns um að hafa skipulagt hryðjuverk. „Já það getur passað,“ segir Unnar í samtali við Vísi, en hann kynntist Vikernes vegna áhuga Norðmannsins á Íslandi og á hljómsveit Unnars. „Hann sendi okkur bréf og var að athuga með tengiliði á Íslandi. Ég svaraði því og þá upphófust bara bréfaskriftir okkar á milli.“ Unnar og Vikernes skrifuðust á eftir að sá síðarnefndi hóf afplánun á 21 árs fangelsisdómi sem hann hlaut fyrir morð og kirkjubrennur, og stóðu bréfaskiptin yfir í nokkur ár. Unnar segist þó ekki vera með smáatriði bréfanna á hreinu. „Hann var að ýja að því að ég ætti að gera Ísland að heiðnu landi sem var auðvitað djók. Hann var svolítið rasískur en skemmtilegur líka. Þetta var ekki bara einhver geðveiki. Ég þyrfti bara að skoða þessi bréf aftur, ég á þau einhvers staðar.“Söng á íslensku Vikernes fékk senda íslenska orðabók og Hávamál frá Unnari og hafði mikinn áhuga á rúnum. „Svo söng hann eina plötu á íslensku,“ segir Unnar, sem var nýbúinn að lesa um þessa nýjustu handtöku pennavinarins fyrrverandi. „Já ég var að lesa þetta. Ég sé ekki alveg hvað þeir hafa á hann. Konan hans kaupir einhverjar fjórar byssur. Ef hann er búinn að vera að skipuleggja eitthvað í líkingu við það sem hann er sakaður um er hann auðvitað bara brjálæðingur, en maður veit ekki hvað maður á að halda. Hann hefur komið fram í viðtölum og komið bara eðlilega fram þar. Til dæmis tjáði hann sig um Breivik-málið og var gjörsamlega á móti því sem hann gerði.“
Noregur Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent