Eru báðir miklir slaufumenn Hanna Ólafsdóttir skrifar 30. júní 2013 08:00 Guðjón Ólafsson og Pétur Haukur Loftsson hanna og sauma þverslaufur. Fréttablaðið/Arnþór Birkisson „Við erum báðir miklir slaufumenn. Okkur fannst vanta flottar, ódýrar slaufur og ákváðum bara að fara að framleiða þær sjálfir,“ segir Pétur Haukur Loftsson, sem ásamt félaga sínum Guðjóni Ólafssyni hóf að hanna og sauma slaufur sem þeir svo selja á Facebook-síðu sinni. Hönnunina kalla þeir NEK og segir Pétur Haukur að viðtökurnar hafi verið góðar. „Við byrjuðum á þessu fyrir rúmum tveimur mánuðum og höfum verið að prófa okkur áfram með að finna mót og efni. Þetta er bara svona skemmtilegt verkefni og við köllum okkur ekki hönnuði eða neitt slíkt, en þetta hefur gengið vonum framar og við náum varla að sinna eftirspurn.“Upphaflega ætluðu piltarnir einungis að framleiða einlitar, stílhreinar slaufur en þegar þeir sáu úrvalið af skrautlegum efnum í efnavöruverslunum stóðust þeir ekki mátið. „Það kom mér á óvart að skrautlegu slaufurnar seljast mest,“ viðurkennir Pétur Haukur. Hver slaufa kostar 3.000 krónur og bjóða félagarnir upp á fría heimsendingu á fimmtudögum. Hægt er að panta slaufu í gegnum Facebook. Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
„Við erum báðir miklir slaufumenn. Okkur fannst vanta flottar, ódýrar slaufur og ákváðum bara að fara að framleiða þær sjálfir,“ segir Pétur Haukur Loftsson, sem ásamt félaga sínum Guðjóni Ólafssyni hóf að hanna og sauma slaufur sem þeir svo selja á Facebook-síðu sinni. Hönnunina kalla þeir NEK og segir Pétur Haukur að viðtökurnar hafi verið góðar. „Við byrjuðum á þessu fyrir rúmum tveimur mánuðum og höfum verið að prófa okkur áfram með að finna mót og efni. Þetta er bara svona skemmtilegt verkefni og við köllum okkur ekki hönnuði eða neitt slíkt, en þetta hefur gengið vonum framar og við náum varla að sinna eftirspurn.“Upphaflega ætluðu piltarnir einungis að framleiða einlitar, stílhreinar slaufur en þegar þeir sáu úrvalið af skrautlegum efnum í efnavöruverslunum stóðust þeir ekki mátið. „Það kom mér á óvart að skrautlegu slaufurnar seljast mest,“ viðurkennir Pétur Haukur. Hver slaufa kostar 3.000 krónur og bjóða félagarnir upp á fría heimsendingu á fimmtudögum. Hægt er að panta slaufu í gegnum Facebook.
Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira