Sonur borgarstjórans stelur senunni Jakob Bjarnar skrifar 20. júní 2013 09:46 Stoltir feðgar. Um leið og Reykvíkingur ársins hafði lokið sér af var komið að syni borgarstjórans að renna fyrir lax. Og ekki stóð á því að hlypi á snærið. Stefán Karlsson Nokkur mannfjöldi, og útsendarar fjölmiðla, voru saman komnir við Elliðaárnar klukkan sjö í morgun. Og þeir voru rétt búnir að koma sér fyrir þegar hann var á! Borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr, hefur komið þeirri hefð á að það er Reykvíkingur ársins sem fær þann heiður að renna fyrir fyrsta laxinn. Og sá er Ólafur Ólafsson. Hann hefur ekki fengist við laxveiði en hefur sett í þá nokkra silungana. Maðkurinn var varla kominn út í þegar laxinn tók. Ólafur lenti í nokkru basli með að landa honum því laxinn tók á rás niður á. Að sögn S. Björns Blöndal, aðstoðarmanns borgarstjóra, var Ólafur valinn Reykvíkingur ársins í kjölfar tilnefninga sem bárust skrifstofu borgarstjóra. Allnokkur fjöldi tilnefninga barst, en af hverju Ólafur? "Já, fyrir utan að vera góð og almennileg manneskja þá hefur hann verið formaður íþróttafélagsins Aspar frá árinu 1982. Það hefur hann rekið af mikilli atorku, einkum heiman frá sér úr lítilli skrifstofu." Íþróttafélagið Ösp var stofnað í maí 1980 af foreldra- og kennarafélagi Öskjuhlíðarskóla, með stuðningi frá Íþróttasambandi Fatlaðra. Það var hins vegar sonur Jóns Gnarrs borgarstjóra, Jón Gnarr Jónsson, átta ára gamall, sem náði að stela senunni. Hann fékk að reyna sig eftir að Ólafur hafði landað laxi sínum. Og það var sama sagan, laxinn tók um leið og maðkurinn var kominn út í. Að sögn Jóns Gnarrs yngri, við þetta tækifæri, þá er þetta ekki Maríulaxinn, hann hefur veitt um átta laxa um dagana, þó ungur sé að árum. Stangveiði Mest lesið Flott opnun í Affallinu og Þverá í Fljótshlíð Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Langá á Mýrum fer yfir 1000 laxa fyrir helgi Veiði Þinn eigin rjúpusnafs Veiði Af veiðum í Minnivallalæk og Breiðdalsá Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Sjóbirtingurinn mættur við Ölfusárós Veiði 105 sm lax úr Húseyjakvísl Veiði Flottur dagur í Varmá þrátt fyrir vont veður Veiði
Nokkur mannfjöldi, og útsendarar fjölmiðla, voru saman komnir við Elliðaárnar klukkan sjö í morgun. Og þeir voru rétt búnir að koma sér fyrir þegar hann var á! Borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr, hefur komið þeirri hefð á að það er Reykvíkingur ársins sem fær þann heiður að renna fyrir fyrsta laxinn. Og sá er Ólafur Ólafsson. Hann hefur ekki fengist við laxveiði en hefur sett í þá nokkra silungana. Maðkurinn var varla kominn út í þegar laxinn tók. Ólafur lenti í nokkru basli með að landa honum því laxinn tók á rás niður á. Að sögn S. Björns Blöndal, aðstoðarmanns borgarstjóra, var Ólafur valinn Reykvíkingur ársins í kjölfar tilnefninga sem bárust skrifstofu borgarstjóra. Allnokkur fjöldi tilnefninga barst, en af hverju Ólafur? "Já, fyrir utan að vera góð og almennileg manneskja þá hefur hann verið formaður íþróttafélagsins Aspar frá árinu 1982. Það hefur hann rekið af mikilli atorku, einkum heiman frá sér úr lítilli skrifstofu." Íþróttafélagið Ösp var stofnað í maí 1980 af foreldra- og kennarafélagi Öskjuhlíðarskóla, með stuðningi frá Íþróttasambandi Fatlaðra. Það var hins vegar sonur Jóns Gnarrs borgarstjóra, Jón Gnarr Jónsson, átta ára gamall, sem náði að stela senunni. Hann fékk að reyna sig eftir að Ólafur hafði landað laxi sínum. Og það var sama sagan, laxinn tók um leið og maðkurinn var kominn út í. Að sögn Jóns Gnarrs yngri, við þetta tækifæri, þá er þetta ekki Maríulaxinn, hann hefur veitt um átta laxa um dagana, þó ungur sé að árum.
Stangveiði Mest lesið Flott opnun í Affallinu og Þverá í Fljótshlíð Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Langá á Mýrum fer yfir 1000 laxa fyrir helgi Veiði Þinn eigin rjúpusnafs Veiði Af veiðum í Minnivallalæk og Breiðdalsá Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Sjóbirtingurinn mættur við Ölfusárós Veiði 105 sm lax úr Húseyjakvísl Veiði Flottur dagur í Varmá þrátt fyrir vont veður Veiði