Íslenski boltinn

Dramatískt jafntefli í Breiðholtinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leiknismenn eru ríkjandi Reykjavíkurmeistarar.
Leiknismenn eru ríkjandi Reykjavíkurmeistarar. Mynd/Valli
Grindavík styrkti stöðu sína á toppi 1. deildar karla en Leiknir og Víkingur skildu jöfn í mikilvægum leik, 2-2.

Grindavík hafði betur gegn Þrótti í Laugardalnum, 3-0, með mörkum þeirra Jósef Kristins Jósefssonar, Juraj Grizelj og Guðfinns Þóris Ómarssonar.

Leikurinn á Leiknisvelli var í skrautlegri kantinum. Brynjar Hlöðversson kom Leikni yfir í fyrri hálfleik en Aron Elís Þrándarson jafnaði metin fyrir gestina í upphafi seinni hálfleiks.

Hjalti Már Hauksson, leikmaður Víkings, fékk svo reisupassann þegar hann fékk síðari áminningu sína eftir mótmæli á 63. mínútu. Aðeins tveimur mínútum síðar var vítaspyrna dæmd á Ingvar Kale, markvörð Víkings. Hilmar Árni Halldórsson skoraði úr spyrnunni fyrir Leikni.

Manni færri náðu þó Víkingar að jafna metin í uppbótartía. Viktor Jónsson gerði það með skalla eftir fyrirgjöf úr aukaspyrnu.

En skömmu fyrir leikslok fengu Leiknismenn dauðafæri en heimamenn skutu tvívegis í markrammann í sömu sókninni. Fyrst Óli Hrannar Kristjánsson í stöng og svo Fannar Þór Arnarsson í slá.

Leiknir er í öðru sæti deildarinnar með tólf stig en Víkingur í því fjórða með ellefu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×