Smálaxakenningin er ágætis óskhyggja Trausti Hafliðason skrifar 23. maí 2013 10:00 Smálaxagöngur brugðust hérlendis í fyrra en þessi smálax veiddist á Gilsbreiðunni í Langá og vó tæp fjögur pund. Mynd / Trausti Hafliðason Smálaxakenning Dr. David Summers, yfirmanns veiðimála í Tay í Skotlandi, er ágætis óskhyggja en það á eftir að koma í ljós hvort hún stenst segir Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri hjá Veiðimálastofnun. Á Veiðivísi í gær var fjallað um aukna aprílveiði í ánni Tay. Þar kom fram að veiðin hefur nánast þrefaldast frá árinu á undan en líkt og á Íslandi brugðust göngur eins árs laxa í Tay í fyrra. Dr. Summers telur að orsakasamband sé á milli lélegra smálaxaganga og góðrar vorveiði. Dr. Summers leiðir líkum að því að vegna slæmra aðstæðna í sjónum við Bretlandseyjar fari eins árs laxinn nú lengra norður í leit að æti. Þetta gæti þýtt að „smálaxinn" þurfi að dvelja í sjónum í tvö ár áður en hann snúi til baka.Yfirleitt langtímasveiflur Í framhaldi af þessu hafði Veiðivísir samband við Guðna og óskaði eftir hans áliti á þessari kenningu, ef svo má nefna. „Þessar upplýsingar eru reyndar ekki mikið til að byggja á hvað varðar beina líffræðilega þætti," segir Guðni. „Það eru þekktar breytingar á sjávaraldri laxa en yfirleitt er um að ræða langtímasveiflur en ekki miklar eða snöggar breytingar á milli ára. Hér á landi höfum við ekki séð miklar göngur laxa eftir tvö ár í sjó í kjölfar lítillar göngu laxa með eins árs sjávardvöl árið á undan. Hinsvegar eru tengsl á milli stærðar laxa og fjölda og svo á milli fjölda laxa eftir eitt ár í sjó og laxa með tveggja ára sjávardvöl."Það má alltaf halda í vonina Guðni segir að samkvæmt þeim tölum sem hann hafi séð hafi orðið samdráttur í laxveiði í Skotlandi, eins og víðast annarsstaðar við Norður-Atlantshaf, í fyrra. „Þar sem dánartala í sjó skiptir miklu varðandi göngur og veiði geta auknar heimtur nú gefið vísbendingar um betri skilyrði á beitarsvæðum í sjó en það er of snemmt að segja hvort þessi veiði í Tay gefi vísbendingar fyrir Ísland. En það má alltaf halda í vonina."trausti@frettabladid.is Stangveiði Tengdar fréttir Áhugaverð kenning um smálaxagöngur Veiðin í ánni Tay í Skotlandi, sem er ein af bestu laxveiðiám Bretlandseyja, tók stökk í apríl samanborið við sama mánuð í fyrra. Þetta kemur fram á breska vefnum The Telegraph. 22. maí 2013 10:00 Mest lesið Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Fæðisskylda afnumin eftir 15. júlí í Laxá Veiði Minnivallalækur tekur við sér Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Veiðisýning á Egilsstöðum 3-6. nóvember Veiði Viðrar illa fyrir fyrsta veiðidaginn í Þingvallavatni Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði
Smálaxakenning Dr. David Summers, yfirmanns veiðimála í Tay í Skotlandi, er ágætis óskhyggja en það á eftir að koma í ljós hvort hún stenst segir Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri hjá Veiðimálastofnun. Á Veiðivísi í gær var fjallað um aukna aprílveiði í ánni Tay. Þar kom fram að veiðin hefur nánast þrefaldast frá árinu á undan en líkt og á Íslandi brugðust göngur eins árs laxa í Tay í fyrra. Dr. Summers telur að orsakasamband sé á milli lélegra smálaxaganga og góðrar vorveiði. Dr. Summers leiðir líkum að því að vegna slæmra aðstæðna í sjónum við Bretlandseyjar fari eins árs laxinn nú lengra norður í leit að æti. Þetta gæti þýtt að „smálaxinn" þurfi að dvelja í sjónum í tvö ár áður en hann snúi til baka.Yfirleitt langtímasveiflur Í framhaldi af þessu hafði Veiðivísir samband við Guðna og óskaði eftir hans áliti á þessari kenningu, ef svo má nefna. „Þessar upplýsingar eru reyndar ekki mikið til að byggja á hvað varðar beina líffræðilega þætti," segir Guðni. „Það eru þekktar breytingar á sjávaraldri laxa en yfirleitt er um að ræða langtímasveiflur en ekki miklar eða snöggar breytingar á milli ára. Hér á landi höfum við ekki séð miklar göngur laxa eftir tvö ár í sjó í kjölfar lítillar göngu laxa með eins árs sjávardvöl árið á undan. Hinsvegar eru tengsl á milli stærðar laxa og fjölda og svo á milli fjölda laxa eftir eitt ár í sjó og laxa með tveggja ára sjávardvöl."Það má alltaf halda í vonina Guðni segir að samkvæmt þeim tölum sem hann hafi séð hafi orðið samdráttur í laxveiði í Skotlandi, eins og víðast annarsstaðar við Norður-Atlantshaf, í fyrra. „Þar sem dánartala í sjó skiptir miklu varðandi göngur og veiði geta auknar heimtur nú gefið vísbendingar um betri skilyrði á beitarsvæðum í sjó en það er of snemmt að segja hvort þessi veiði í Tay gefi vísbendingar fyrir Ísland. En það má alltaf halda í vonina."trausti@frettabladid.is
Stangveiði Tengdar fréttir Áhugaverð kenning um smálaxagöngur Veiðin í ánni Tay í Skotlandi, sem er ein af bestu laxveiðiám Bretlandseyja, tók stökk í apríl samanborið við sama mánuð í fyrra. Þetta kemur fram á breska vefnum The Telegraph. 22. maí 2013 10:00 Mest lesið Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Fæðisskylda afnumin eftir 15. júlí í Laxá Veiði Minnivallalækur tekur við sér Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Veiðisýning á Egilsstöðum 3-6. nóvember Veiði Viðrar illa fyrir fyrsta veiðidaginn í Þingvallavatni Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði
Áhugaverð kenning um smálaxagöngur Veiðin í ánni Tay í Skotlandi, sem er ein af bestu laxveiðiám Bretlandseyja, tók stökk í apríl samanborið við sama mánuð í fyrra. Þetta kemur fram á breska vefnum The Telegraph. 22. maí 2013 10:00