Baltasar byrjaði skandinavíska spennumyndaæðið Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 13. maí 2013 15:53 Baltasar Kormákur leikstýrir þeim Mark Walhberg og Denzel Wazington í nýjustu mynd sinni. Baltasar Kormákur hratt af stað skandinavísku spennumyndaæði í Bandaríkjunum samkvæmt The New York Times, en blaðið fjallaði ítarlega um Baltasar á dögunum. Eftir að Mýrin kom út í Bandaríkjunum árið 2007 undir nafninu „Jar City“ fór af stað skandinavísk spennumyndabylgja og slógu myndir sem byggðar voru á bókum Stieg Larson meðal annars rækilega í gegn. Baltasar veltir nú fyrir sér að endurgera Mýrina fyrir amerískan markað. ,,Já, þetta var byrjunin á þessu æði, Mýrin var fyrsta skandinavíska spennumyndin sem kom út í Bandaríkjunum og kom bylgjunni af stað“, segir Balti við blaðamann the New York Times. Í viðtalinu er gefið í skyn að Baltasar láti velgengnina í Hollywood ekki stíga sér til höfuðs og sé mjög jarðbundinn. Þessa dagana vinnur hann að kvikmyndinni „2 Guns“ sem skartar stórleikurunum Mark Walhberg og Denzel Wazington í aðalhlutverkum og er væntanleg í sumar. Baltasar segir í viðtalinu að hann hafi ekki áhuga á að ,,sitja við einhverja sundlaug og sniffa kókaín“ á meðan hann bíður eftir tækifærunum. Hann sé maður sem láti verkin tala. ,,Ef 2 Guns verður síðasta myndin sem ég geri í Ameríku myndi ég aldrei sjá eftir því að hafa stokkið á tækifærið. Ég myndi bara halda áfram að gera það sem ég geri“, segir hann hispurslaus. Menning Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Baltasar Kormákur hratt af stað skandinavísku spennumyndaæði í Bandaríkjunum samkvæmt The New York Times, en blaðið fjallaði ítarlega um Baltasar á dögunum. Eftir að Mýrin kom út í Bandaríkjunum árið 2007 undir nafninu „Jar City“ fór af stað skandinavísk spennumyndabylgja og slógu myndir sem byggðar voru á bókum Stieg Larson meðal annars rækilega í gegn. Baltasar veltir nú fyrir sér að endurgera Mýrina fyrir amerískan markað. ,,Já, þetta var byrjunin á þessu æði, Mýrin var fyrsta skandinavíska spennumyndin sem kom út í Bandaríkjunum og kom bylgjunni af stað“, segir Balti við blaðamann the New York Times. Í viðtalinu er gefið í skyn að Baltasar láti velgengnina í Hollywood ekki stíga sér til höfuðs og sé mjög jarðbundinn. Þessa dagana vinnur hann að kvikmyndinni „2 Guns“ sem skartar stórleikurunum Mark Walhberg og Denzel Wazington í aðalhlutverkum og er væntanleg í sumar. Baltasar segir í viðtalinu að hann hafi ekki áhuga á að ,,sitja við einhverja sundlaug og sniffa kókaín“ á meðan hann bíður eftir tækifærunum. Hann sé maður sem láti verkin tala. ,,Ef 2 Guns verður síðasta myndin sem ég geri í Ameríku myndi ég aldrei sjá eftir því að hafa stokkið á tækifærið. Ég myndi bara halda áfram að gera það sem ég geri“, segir hann hispurslaus.
Menning Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira