Stefnir í líflegt veiðisumar í Elliðaánum 2015 Kristján Hjálmarsson skrifar 30. apríl 2013 13:37 Sjávarfoss í Elliðaánum. Það stefnir í gott veiðisumar 2015. Gríðarlegur fjöldi sumargamalla laxaseiða í vatnakerfi Elliðaánna vekur upp vonir um mjög sterkan gönguseiðastofn í ánum á næsta ári þegar megnið af þeim gengur í sjó. Ef skilyrði til uppvaxtar seiðanna verður þeim hliðholl fram að sjógöngu og afrán á þeim í ánum ekki umfram venju gæti veiðisumarið árið 2015 orðið líflegt og það í meira í lagi. Þetta kemur fram rannsókn Jóhannesar Sturlugssonar hjá Laxfiskum og fjallað er um á vef Stangveiðifélags Reykjavíkur. Á heimasíðu SVFR er fjallað um seiðabúskap í Elliðaánum. Þar kemur fram að seiðabúskapur í vatnakerfi ánna hafi verið einstaklega góður síðastliðið haust. Fjöldi sumargamalla laxaseiða í ánum hafi verið meiri en nokkru sinni frá því að seiðarannsóknir hófust. Þéttaleiki hafi verið sjöfaldur miðað við meðaltal 27 viðmiðunarára og helmingi meir en mest hefur orðið á þessum árum. Umfjöllun á heimasíðu SVFR má finna hér en skýrslu Jóhannesar má finna hér. Stangveiði Mest lesið Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Fæðisskylda afnumin eftir 15. júlí í Laxá Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Minnivallalækur tekur við sér Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Laxveiðin 2011 - Bráðabirgðatölur Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði
Gríðarlegur fjöldi sumargamalla laxaseiða í vatnakerfi Elliðaánna vekur upp vonir um mjög sterkan gönguseiðastofn í ánum á næsta ári þegar megnið af þeim gengur í sjó. Ef skilyrði til uppvaxtar seiðanna verður þeim hliðholl fram að sjógöngu og afrán á þeim í ánum ekki umfram venju gæti veiðisumarið árið 2015 orðið líflegt og það í meira í lagi. Þetta kemur fram rannsókn Jóhannesar Sturlugssonar hjá Laxfiskum og fjallað er um á vef Stangveiðifélags Reykjavíkur. Á heimasíðu SVFR er fjallað um seiðabúskap í Elliðaánum. Þar kemur fram að seiðabúskapur í vatnakerfi ánna hafi verið einstaklega góður síðastliðið haust. Fjöldi sumargamalla laxaseiða í ánum hafi verið meiri en nokkru sinni frá því að seiðarannsóknir hófust. Þéttaleiki hafi verið sjöfaldur miðað við meðaltal 27 viðmiðunarára og helmingi meir en mest hefur orðið á þessum árum. Umfjöllun á heimasíðu SVFR má finna hér en skýrslu Jóhannesar má finna hér.
Stangveiði Mest lesið Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Fæðisskylda afnumin eftir 15. júlí í Laxá Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Minnivallalækur tekur við sér Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Laxveiðin 2011 - Bráðabirgðatölur Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði