Íslenski boltinn

Leikið gegn Færeyingum í 25. skipti

Mynd/Anton
Knattspyrnusambönd Íslands og Færeyja hafa komist að samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik á Laugardalsvelli þann 14. ágúst. Það verður í 25. skiptið sem þessar þjóðir mætast hjá A-landsliði karla.

Íslendingar hafa haft betur 22 sinnum í viðureignum þessara þjóða, einu sinni hefur orðið jafntefli og Færeyingar hafa einu sinni haft betur.

Færeyingar leika í C riðli í undankeppni HM og eru þar án stiga eftir fjóra leiki. Ísland er í öðru sæti í sínum riðli, með jafnmörg stig og Alabaníu en tveimur stigum minna en topplið Sviss.

Næsta verkefni karlalandsliðsins er hinsvegar mikilvægur leikur gegn Slóveníu á Laugardalsvelli 7. júní og er miðasala á þann leik í fullum gangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×