Þjóðgarðsvörður vill ræða við veiðimenn um næturveiði 7. apríl 2013 22:00 Veiðimenn á Þingvöllum mega ekki veiða á næturnar ef ákvörðun Þingvallanefndar fær að standa. Mynd/Pjetur Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður segist opinn fyrir því að ræða við þá veiðimenn sem hafa gagnrýnt ákvörðun Þingvallanefndar um að banna næturveiði í þjóðgarðinum. Fram kom á Veiðivísi í gær að næturveiði yrði bönnuð frá og með 1. maí, frá hálftólf á kvöldin til fimm á morgnana, m.a. vegna drykkjuláta veiðimanna og þess ónæðis sem þau valda öðrum gestum. Stefán Jón Hafstein, útgáfustjóri Flugur.is, sem barist hefur fyrir réttindum veiðimanna, brást afar illa við fréttunum og sagði í tilkyninngu sem hann sendi fjölmiðlum að veiðimenn myndu ekki una ákvörðuninni. Leitað verði til forsætisráðneytisins ef henni verði ekki breytt. „Bestu samherjarnir okkar eru þessir góðu veiðimenn, hvort sem þeir heita Stefán Jón Hafstein eða eitthvað annað. Ef þeir koma að máli við okkur og vilja eitthvað ræða þetta erum við meira en opin fyrir því að finna einhverjar leiðir í þessu sem eru sameiginlegar," segir Ólafur Örn. Þjóðgarðsvörður tekur fram að „alls konar veiðibófaskapur" hafi viðgengist við Þingvallavatn. „Þarna eru menn að sniglast með beitu. Þetta eru gráðugir veiðimenn sem hafa rangt við bæði gagnvart lífríkinu og öðrum veiðimönnum. Þeir eru með makríl jafnvel sunnan úr suðurhöfum og hrogn af óþekktum uppruna. Þetta er skaðræði upp á smithættu í fiskistofna vatnsins," segir hann. „Svo bætast við, hvað sem hávaða líður, allar bjórdósirnar, sígarettustubbarnir, matarleifarnar og umbúðirnar utan af mat frá veiðimönnunum. Þetta er áníðsla á landinu og vatninu eftir þessar næturuppákomur og við gátum ekki annað en gripið til þessara ráðstafana. Stangveiði Mest lesið Hugleiðingar um netaveiði á vatnasvæði Ölfusár og Hvítár Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Veiðitorg að toppa úrvalið Veiði Laxar farnir að sýna sig í ánum Veiði Veiðitölur úr öllum ám Veiði Úthlutun veiðileyfa í Elliðaánum endurskoðað 2013 Veiði Laxveiðin um 50% meiri en í fyrra Veiði Helgarviðtal: Skógarbjörninn stærstu verðlaunin Veiði Laxá í Aðaldal opnar með látum Veiði Mikil ásókn í veiðileyfi fyrir 2023 Veiði
Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður segist opinn fyrir því að ræða við þá veiðimenn sem hafa gagnrýnt ákvörðun Þingvallanefndar um að banna næturveiði í þjóðgarðinum. Fram kom á Veiðivísi í gær að næturveiði yrði bönnuð frá og með 1. maí, frá hálftólf á kvöldin til fimm á morgnana, m.a. vegna drykkjuláta veiðimanna og þess ónæðis sem þau valda öðrum gestum. Stefán Jón Hafstein, útgáfustjóri Flugur.is, sem barist hefur fyrir réttindum veiðimanna, brást afar illa við fréttunum og sagði í tilkyninngu sem hann sendi fjölmiðlum að veiðimenn myndu ekki una ákvörðuninni. Leitað verði til forsætisráðneytisins ef henni verði ekki breytt. „Bestu samherjarnir okkar eru þessir góðu veiðimenn, hvort sem þeir heita Stefán Jón Hafstein eða eitthvað annað. Ef þeir koma að máli við okkur og vilja eitthvað ræða þetta erum við meira en opin fyrir því að finna einhverjar leiðir í þessu sem eru sameiginlegar," segir Ólafur Örn. Þjóðgarðsvörður tekur fram að „alls konar veiðibófaskapur" hafi viðgengist við Þingvallavatn. „Þarna eru menn að sniglast með beitu. Þetta eru gráðugir veiðimenn sem hafa rangt við bæði gagnvart lífríkinu og öðrum veiðimönnum. Þeir eru með makríl jafnvel sunnan úr suðurhöfum og hrogn af óþekktum uppruna. Þetta er skaðræði upp á smithættu í fiskistofna vatnsins," segir hann. „Svo bætast við, hvað sem hávaða líður, allar bjórdósirnar, sígarettustubbarnir, matarleifarnar og umbúðirnar utan af mat frá veiðimönnunum. Þetta er áníðsla á landinu og vatninu eftir þessar næturuppákomur og við gátum ekki annað en gripið til þessara ráðstafana.
Stangveiði Mest lesið Hugleiðingar um netaveiði á vatnasvæði Ölfusár og Hvítár Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Veiðitorg að toppa úrvalið Veiði Laxar farnir að sýna sig í ánum Veiði Veiðitölur úr öllum ám Veiði Úthlutun veiðileyfa í Elliðaánum endurskoðað 2013 Veiði Laxveiðin um 50% meiri en í fyrra Veiði Helgarviðtal: Skógarbjörninn stærstu verðlaunin Veiði Laxá í Aðaldal opnar með látum Veiði Mikil ásókn í veiðileyfi fyrir 2023 Veiði