Það vita flestir að fallegir skartgripir setja punktinn yfir- i-ið þegar klæðaburður er annars vegar. Skartið var í brennidepli í línum margra hönnuða fyrir vorið og sumarið í þetta sinn, en meðal þess sem við sáum á sýningarpöllunum eru stórir eyrnalokkar sem oft voru í sama lit og klæðnaðurinn, þykk hálsmen í anda tíunda áratugarins og áberandi armbönd.