Stelpurnar tryggðu sér níunda sætið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. mars 2013 13:56 Mynd/Daníel Íslenska kvennalandsliðið vann sannfærandi 4-1 sigur á Ungverjum í leiknum um níunda sætið Algarve mótinu í fótbolta í dag. Íslenska liðið hafði tapað fyrstu þremur leikjum sínum á mótinu en hafði mikla yfirburði í leiknum í dag. Íslensku stelpurnar náðu að rífa sig up og enda mótið á sigri en liðið hafði tapað fyrir Bandaríkjunum (0-3), Svíþjóð (1-6) og Kína (0-1) í fyrri leikjum sínum á þessu sterka árlega æfingamóti. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, gerði talsverðar breytingar á liðinu og þá einkum hvar leikmenn voru að spila á vellinum. Sigurður Ragnar setti meðal annars Rakel Hönnudóttur í framlínuna og hún þakkað fyrir sig með því að skora annað mark íslenska liðsins á 55. mínútu. Rakel er var búin að vera hættuleg áður en hún skoraði og skoraði meðal annars annað mark sem var dæmt af. Sara Björk Gunnarsdóttir kom Íslandi í 1-0 með skalla á 10. mínútu eftir aukaspyrnu frá Glódísi Perlu Viggósdóttur. Katrín Ómarsdóttir skoraði þriðja markið á 80. mínútu með marki beint úr aukaspyrnu en Elín Metta Jensen fékk aukspyrnuna. Sjö mínútum seinna minnkuðu Ungverjar muninn úr vítaspyrnu. Sandra María Jessen innsiglaði síðan sigurinn í blálokin eftir stungusendingu frá Elíu Mettu Jensen og stuttu síðar var flautað til leiksloka. Fanndís Friðriksdóttir, Sif Atladóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir voru ekki á skýrslu í dag og missti því Guðbjörg af öllu mótinu vegna veikindanna sem hún varð fyrir í síðasta mánuði.Lið Íslands í leiknum á móti Ungverjalandi í dag:Markvörður: Þóra Helgadóttir (83., Birna Kristjánsdóttir)Hægri bakvörður: Elísa ViðarsdóttirMiðverðir: Katrín Jónsdóttir, fyrirliði og Glódís Perla ViggósdóttirVinstri bakvörður: Ólína G. Viðarsdóttir (46., Hallbera Guðný Gísladóttir)Tengiliðir: Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (60., Edda Garðsdóttir) og Dagný Brynjarsdóttir (70., Elín Metta Jensen)Hægri kantur: Dóra María Lárusdóttir (70., Sandra María Jessen)Vinstri kantur: Hólmfríður Magnúsdóttir (57., Katrín Ómarsdóttir)Sóknartengiliður: Sara Björk GunnarsdóttirFramherji: Rakel HönnudóttirMörkin: 1-0 Sara Björk Gunnarsdóttir (10.) 2-0 Rakel Hönnudóttir (55.) 3-0 Katrín Ómarsdóttir (80.) 3-1 víti (87.) 4-1 Sandra María Jessen (90.) Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið vann sannfærandi 4-1 sigur á Ungverjum í leiknum um níunda sætið Algarve mótinu í fótbolta í dag. Íslenska liðið hafði tapað fyrstu þremur leikjum sínum á mótinu en hafði mikla yfirburði í leiknum í dag. Íslensku stelpurnar náðu að rífa sig up og enda mótið á sigri en liðið hafði tapað fyrir Bandaríkjunum (0-3), Svíþjóð (1-6) og Kína (0-1) í fyrri leikjum sínum á þessu sterka árlega æfingamóti. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, gerði talsverðar breytingar á liðinu og þá einkum hvar leikmenn voru að spila á vellinum. Sigurður Ragnar setti meðal annars Rakel Hönnudóttur í framlínuna og hún þakkað fyrir sig með því að skora annað mark íslenska liðsins á 55. mínútu. Rakel er var búin að vera hættuleg áður en hún skoraði og skoraði meðal annars annað mark sem var dæmt af. Sara Björk Gunnarsdóttir kom Íslandi í 1-0 með skalla á 10. mínútu eftir aukaspyrnu frá Glódísi Perlu Viggósdóttur. Katrín Ómarsdóttir skoraði þriðja markið á 80. mínútu með marki beint úr aukaspyrnu en Elín Metta Jensen fékk aukspyrnuna. Sjö mínútum seinna minnkuðu Ungverjar muninn úr vítaspyrnu. Sandra María Jessen innsiglaði síðan sigurinn í blálokin eftir stungusendingu frá Elíu Mettu Jensen og stuttu síðar var flautað til leiksloka. Fanndís Friðriksdóttir, Sif Atladóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir voru ekki á skýrslu í dag og missti því Guðbjörg af öllu mótinu vegna veikindanna sem hún varð fyrir í síðasta mánuði.Lið Íslands í leiknum á móti Ungverjalandi í dag:Markvörður: Þóra Helgadóttir (83., Birna Kristjánsdóttir)Hægri bakvörður: Elísa ViðarsdóttirMiðverðir: Katrín Jónsdóttir, fyrirliði og Glódís Perla ViggósdóttirVinstri bakvörður: Ólína G. Viðarsdóttir (46., Hallbera Guðný Gísladóttir)Tengiliðir: Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (60., Edda Garðsdóttir) og Dagný Brynjarsdóttir (70., Elín Metta Jensen)Hægri kantur: Dóra María Lárusdóttir (70., Sandra María Jessen)Vinstri kantur: Hólmfríður Magnúsdóttir (57., Katrín Ómarsdóttir)Sóknartengiliður: Sara Björk GunnarsdóttirFramherji: Rakel HönnudóttirMörkin: 1-0 Sara Björk Gunnarsdóttir (10.) 2-0 Rakel Hönnudóttir (55.) 3-0 Katrín Ómarsdóttir (80.) 3-1 víti (87.) 4-1 Sandra María Jessen (90.)
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira