Fótbolti

KR skoraði átta gegn Þór | Úrslit dagsins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Atli Sigurjónsson skoraði gegn sínum gömlu félögum í Þór í dag.
Atli Sigurjónsson skoraði gegn sínum gömlu félögum í Þór í dag. Mynd/Valli
Sex leikir fóru fram í A-deild Lengjubikarkeppni karla í knattspyrnu en óhætt er að segja að nóg af mörkum hafi litið dagsins ljós.

KR vann ótrúlegan 8-0 sigur á Þór í Egilshöll en öll mörkin voru skoruð á fyrstu 50 mínútum leiksins. Brynjar Björn Gunnarsson var í byrjunarliði KR í fyrsta sinn eftir að hann kom aftur til félagsins úr atvinnumennsku.

Keflavík fór einnig létt með Leikni í sama riðli, 6-1, en þetta var fyrsti sigur Keflvíkinga í keppninni. Liðið er í fimmta sæti með fimm stig eftir fjóra leiki. KR er á toppnum með fullt hús stiga eftir fjóra leiki.

Fram hafði betur gegn Selfossi, 4-0, í 2. riðli. Haukur Baldvinsson skoraði tvö mörk fyrir sitt nýja félag en hann kom til Fram í haust frá Breiðabliki.

Þrír leikir fóru fram í 1. riðli. Víkingur Ó. og FH unnu sína leiki en Tindastóll og ÍBV skildu jöfn, 2-2. Víkingur, FH og Fylkir eru þar jöfn á toppi deildarinnar með tólf stig en Ólafsvíkingar eiga leik til góða.

Úrslit dagsins:

1. riðill:

Víkingur Ó. - Grindavík 2-1

Tindastóll - ÍBV 2-2

FH - BÍ/Bolungarvík 4-0

2. riðill:

Fram - Selfoss 4-0

3. riðill:

Keflavík - Leiknir 6-1

KR - Þór 8-0

Upplýsingar um markaskorara á Úrslit.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×