Fótbolti

Sól og blíða í Ljubljana

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Stuð í Slóveníu. Sölvi Geir Ottesen og Ragnar Sigurðsson verða mögulega í hjarta varnarinnar. Gunnleifur Gunnleifsson (fyrir miðju) verður þó að öllum líkindum á bekknum.
Stuð í Slóveníu. Sölvi Geir Ottesen og Ragnar Sigurðsson verða mögulega í hjarta varnarinnar. Gunnleifur Gunnleifsson (fyrir miðju) verður þó að öllum líkindum á bekknum. Mynd/KSÍ
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu æfði í morgun á Stožice Stadium þar sem leikur liðsins við Slóvena í undankeppni HM 2014 fer fram á föstudaginn.

Snjórinn sem gerði strákunum erfitt fyrir í gær er á bak og burt. Æfingavöllurinn er þó ekki í sérstöku standi sem varð til þess að íslenska liðið æfði á leikvangnum sjálfum.

Leikurinn fer fram klukkan 18 á staðartíma á föstudaginn. Veðurspá gerir ráð fyrir um 5°C hita og minniháttar vindi þegar leikurinn hefst. Leikvangurinn tekur rúmlega 15 þúsund manns í sæti.

Ekki er annað að sjá á meðfylgjandi myndum en strákarnir séu í góðum gír. Fleiri myndir má sjá á Fésbókarsíðu KSÍ.

Frá æfingu strákanna í morgun.Mynd/KSÍ

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×