Vilja rækta Ísafjarðará 2. mars 2013 20:13 Mynd / Trausti Hafliðason Stangaveiðifélag Ísafjarðar hefur áhuga á að ræka Ísafjarðará upp. Til þess þarf félagið að ganga frá fimm til tíu ára samningi við veiðiréttareigendur. „Það eru þrír landeigendur sem eiga ána og við höfum samið við hvern og einn þar sem ekki er félag veiðiréttareigenda til staðar enn," segir Þorleifur Pálsson gjaldkeri Stangveiðifélags Ísfirðinga í samtali við bb.is. „Súðavíkurhreppur á land í botni Ísafjarðar þar sem áin rennur um og við sendum þeim erindi um lengri leigutíma til að geta fari út í að rækta ána upp. Hingað til höfum við verið með ána á leigu frá ári til árs en til að hægt sé að fara út í ræktun er oft samið til fimm til tíu ára," Stangaveiðifélag Ísfirðinga hefur undanfarin tvö ár verið með Ísafjarðará á leigu og hefur veiðin verið um 50 laxar á sumri. Svo vitnað sé áfram í bb.is. „Það er ekkert er verið að plana neitt í smáatriðum ennþá, það er ekki tímabært að tala um seiðasleppingar," segir Þorleifur gjaldkeri svo vitnað sé áfram í bb.is. „Menn innan stangveiðifélagsins eru vel kunnugir ræktun, sérstaklega varðandi Langadalsána. Við erum náttúrulega landeigendur þar þótt Laxá sé með ána á leigu. Ef samningar nást veður farið í ræktun árinnar hvernig sem það verður gert. Við höfum mælst til að menn sleppi stórum og fallegum hrygnum í ánni hingað til."trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Tíu manna álma við Langárbyrgi Veiði Rjúpnaveiðin fór ágætlega af stað Veiði Flottar stórlaxagöngur í Stóru Laxá Veiði Laxinn mættur í Sogið Veiði Flundra í Skorradalsvatni Veiði Leita leiða til að aflétta banni Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Vitlu eiga séns á stórlaxi í sumar? Veiði Flott veiði en skítakuldi í Tungufljóti Veiði Flottur dagur í Varmá þrátt fyrir vont veður Veiði
Stangaveiðifélag Ísafjarðar hefur áhuga á að ræka Ísafjarðará upp. Til þess þarf félagið að ganga frá fimm til tíu ára samningi við veiðiréttareigendur. „Það eru þrír landeigendur sem eiga ána og við höfum samið við hvern og einn þar sem ekki er félag veiðiréttareigenda til staðar enn," segir Þorleifur Pálsson gjaldkeri Stangveiðifélags Ísfirðinga í samtali við bb.is. „Súðavíkurhreppur á land í botni Ísafjarðar þar sem áin rennur um og við sendum þeim erindi um lengri leigutíma til að geta fari út í að rækta ána upp. Hingað til höfum við verið með ána á leigu frá ári til árs en til að hægt sé að fara út í ræktun er oft samið til fimm til tíu ára," Stangaveiðifélag Ísfirðinga hefur undanfarin tvö ár verið með Ísafjarðará á leigu og hefur veiðin verið um 50 laxar á sumri. Svo vitnað sé áfram í bb.is. „Það er ekkert er verið að plana neitt í smáatriðum ennþá, það er ekki tímabært að tala um seiðasleppingar," segir Þorleifur gjaldkeri svo vitnað sé áfram í bb.is. „Menn innan stangveiðifélagsins eru vel kunnugir ræktun, sérstaklega varðandi Langadalsána. Við erum náttúrulega landeigendur þar þótt Laxá sé með ána á leigu. Ef samningar nást veður farið í ræktun árinnar hvernig sem það verður gert. Við höfum mælst til að menn sleppi stórum og fallegum hrygnum í ánni hingað til."trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Tíu manna álma við Langárbyrgi Veiði Rjúpnaveiðin fór ágætlega af stað Veiði Flottar stórlaxagöngur í Stóru Laxá Veiði Laxinn mættur í Sogið Veiði Flundra í Skorradalsvatni Veiði Leita leiða til að aflétta banni Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Vitlu eiga séns á stórlaxi í sumar? Veiði Flott veiði en skítakuldi í Tungufljóti Veiði Flottur dagur í Varmá þrátt fyrir vont veður Veiði