Átfitt- færslurnar vinsælastar Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 23. febrúar 2013 09:30 Íslensku vinkonurnar Ásta Jóhannsdóttir, Jenný June Tómastóttir og Kolbrún Anna Vignisdóttir stofnuðu tískubloggið Keen-Bean síðasta sumar. Þar blogga þær um áhuga sinn á tísku ásamt því sem þær eru duglegar við að klæða sig upp og taka svokallaðar átfitt-myndir, en slíkar færslur njóta mikilla vinsælda í heimi tískubloggara bæði erlendis og hér heima.Hvað varð til þess að þið byrjuðuð að blogga um tísku? Það var aðallega vegna áhuga okkar allra á bæði tísku og hönnun. Þessi hugmynd hafði kitlað okkur allar á einhverjum tímapunkti og ákváðum við því að skella í hópsíðu saman þar sem að fjölbreyttar færslur yrðu settar inn daglega. Nafnið var samt frekar lengi að fæðast og það var ekki fyrr en einhverjum mánuðum eftir að hugmyndin kom upp sem að Ásta fann nafnið Keen Bean í bíómyndinni Richie Rich. Við vorum allar mjög sáttar við þetta nafn, enda grípandi og minnisstætt.Nú eruð þið duglegar við að setja inn átfitt- pósta. Er það ekki mikil fyrirhöfn? Nei alls ekki. Það er bara ótrúlega skemmtilegt að dunda sér við þetta. Það er ekkert mál að finna einhvern til að smella nokkrum myndum af því sem við klæðumst þann daginn, og er það yfirleitt kærastinn, vinkonurnar eða fjölskyldumeðlimir sem taka það að sér. Veðrið getur reymdar gripið inn í, en það er mun auðveldara að taka myndir úti í góðu veðri. Við stefunum að því að vera enn duglegri við þetta, enda eru þetta vinsælustu færslurnar.Getiði nefnt ykkar uppáhalds tískublogg fyrir utan ykkar eigið? Já, okkur finnst öllum gaman að fylgjast með Trendnet bloggurunum og það er slatti af erlendum bloggum sem við höldum upp á, við erum allar með mismunandi skoðanir á þeim en erum sammála um að þau skandinavísku standa mikið upp úr.Er eitthvað spennandi framundan hjá Keen Bean? Já algjörlega. Það er verið að hanna nýja síðu fyrir okkur sem verður mun aðgengilegri fyrir lesendur. Hún verður vonandi tilbúin fljótlega og erum mjög spenntar að sjá útkomuna og vonum að lesendur séu það líka.Flottar vinkonur með brennandi áhuga á tísku. Mest lesið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Lífið Gærurnar verða að hátísku Tíska og hönnun Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Íslensku vinkonurnar Ásta Jóhannsdóttir, Jenný June Tómastóttir og Kolbrún Anna Vignisdóttir stofnuðu tískubloggið Keen-Bean síðasta sumar. Þar blogga þær um áhuga sinn á tísku ásamt því sem þær eru duglegar við að klæða sig upp og taka svokallaðar átfitt-myndir, en slíkar færslur njóta mikilla vinsælda í heimi tískubloggara bæði erlendis og hér heima.Hvað varð til þess að þið byrjuðuð að blogga um tísku? Það var aðallega vegna áhuga okkar allra á bæði tísku og hönnun. Þessi hugmynd hafði kitlað okkur allar á einhverjum tímapunkti og ákváðum við því að skella í hópsíðu saman þar sem að fjölbreyttar færslur yrðu settar inn daglega. Nafnið var samt frekar lengi að fæðast og það var ekki fyrr en einhverjum mánuðum eftir að hugmyndin kom upp sem að Ásta fann nafnið Keen Bean í bíómyndinni Richie Rich. Við vorum allar mjög sáttar við þetta nafn, enda grípandi og minnisstætt.Nú eruð þið duglegar við að setja inn átfitt- pósta. Er það ekki mikil fyrirhöfn? Nei alls ekki. Það er bara ótrúlega skemmtilegt að dunda sér við þetta. Það er ekkert mál að finna einhvern til að smella nokkrum myndum af því sem við klæðumst þann daginn, og er það yfirleitt kærastinn, vinkonurnar eða fjölskyldumeðlimir sem taka það að sér. Veðrið getur reymdar gripið inn í, en það er mun auðveldara að taka myndir úti í góðu veðri. Við stefunum að því að vera enn duglegri við þetta, enda eru þetta vinsælustu færslurnar.Getiði nefnt ykkar uppáhalds tískublogg fyrir utan ykkar eigið? Já, okkur finnst öllum gaman að fylgjast með Trendnet bloggurunum og það er slatti af erlendum bloggum sem við höldum upp á, við erum allar með mismunandi skoðanir á þeim en erum sammála um að þau skandinavísku standa mikið upp úr.Er eitthvað spennandi framundan hjá Keen Bean? Já algjörlega. Það er verið að hanna nýja síðu fyrir okkur sem verður mun aðgengilegri fyrir lesendur. Hún verður vonandi tilbúin fljótlega og erum mjög spenntar að sjá útkomuna og vonum að lesendur séu það líka.Flottar vinkonur með brennandi áhuga á tísku.
Mest lesið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Lífið Gærurnar verða að hátísku Tíska og hönnun Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira