Verðlaunaleikkonan Jennifer Lawrence er stjarna nýju Miss Dior-auglýsingaherferðarinnar en myndir úr herferðinni voru gerðar opinberar fyrir suttu.
Jennifer er í einu orði sagt stórglæsileg á myndunum sem voru teknar af Willy Vanerperre.
Tignarleg.Hunger Games-stjarnan var ráðin sem andlit Miss Dior í október á síðasta ári og fetar í fótspor stjarna eins og Natalie Portman, Milu Kunis og Marion Cotillard. Eitt er víst – hún gefur þeim ekkert eftir!