Tíska og hönnun

Kaþólskur innblástur hjá Dolce & Gabbana

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Það bíða alltaf margir spenntir þegar Dolce and Gabbana tískuhúsið sviptir hulunni af nýrri línu. Þær eru alltaf heljarinnar veisla fyrir augað og það virðist ekki vera til neitt sem heitir ,,of mikið" í hugum Stefano Dolce og Domenico Gabbana. Í ár varð engin undantekning þar á, en hönnunartvíeykið sótti innblásturinn að þessu sinni til kaþólsku kirkjunnar. Stórar myndir af dýrlingum prýddu kjólana, mynstur minntu á mósaík úr kirkjulist og fyrirsæturnar gengu sýningarpallana með krosslaga eyrnalokka og kórónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×