Tíska og hönnun

Fyrsta lína Wangs fyrir Balenciaga

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Það voru margir sem biðu með óþreyju eftir sýningu franska tískuhússins Balenciaga, en Alexander Wang tók nýlega við af Nicolas Ghesquiére sem yfirhönnuður þar á bæ. Að feta í fótspor Ghesquiére var mikil áskorun en hann starfaði í 15 ár fyrr tíshuhúsið við góðan orðstír. Hulunni var svift af haust – og vetrarlínunni fyrr í dag og eru flestir sammála um að Wang hafi tekist vel til. Línan var falleg og mikill elegans yfir henni. Hann notaðist við áberandi vönduð efni, en leður og ull voru áberandi. Wang er þekktur fyrir beitt og stílhrein snið og leyfði hann því einkenni að njóta sín á nýjum stað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×