Landaði stórri auglýsingaherferð fyrir franskt ilmvatn Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 1. mars 2013 09:30 Íslenska fyrirsætan Brynja Jónbjarnardóttir gerir það gott þessa dagana. Eins og Vísir greindi frá gekk hún sýningarpallana á tískuvikunni í New York og nú nýlega landaði hún stórri ayglýsingaherferð fyrir fyrsta ilmvatn franska fatamerkisins Carven. Brynja segir þetta vera eitt stærsta og skemmtilegasta verkefni sitt til þessa.Veistu hvers vegna þú varst valin til að vera andlit ilmvatnsins? „Ég veit það nú ekki alveg, ætli það hafi ekki verið vegna þess að þau sáu eitthvað í fari mínu, fannst ég ungleg, fersk og rosa sæt! Þetta er flott franskt fatamerki og ég kann mjög vel við fötin þeirra, þau eru lífleg og töff. Ég verð samt að viðurkenna að ég man ekki nákvæmlega hvernig ilmvatnið lyktaði, en það var allavega ferskt og gott."Brynja er andlit fyrsta ilmvatns franska fatamerkisins Carven.Hvernig var að taka þátt í svona stórri auglýsingaherferð? „Þetta var eitt af skemmtilegustu verkefnum sem ég hef gert hingað til. Það var frábært að fá að taka þátt í þessu og það var ekki verra að takan fór fram hér og þar á strætum Parísar. Þetta var í janúar þannig að það var frekar svalt úti. Allt mjög skemmtilegt."Hvað er svo framundan hjá þér? „Ég flutti til New York í lok september á síðasta ári og elska að búa hérna. Eftir flutningana hefur ferillinn minn bara farið upp á við. Síðustu mánuði hef ég meðal annars verið að vinna fyrir Bloomingdales, Nordstrom, Club Monaco og ýmislegt fleira. Það eru mörg spennandi verkefni á döfinni og ég er mjög spennt fyrir þessu öllu saman. Mér finnst þetta mjög skemmtlegt og er ákveðin í að halda áfram, að minnsta kosti í einhvern tíma," segir Brynja að lokum. Hér til hægri er hægt að sjá mjög skemmtilegt myndband frá tökum á herferðinni þar sem Brynja spreytir sig meðal annars á frönsku og almenningur fylgist með tökum á götum úti í París.Nýleg mynd af Brynju fyrir Bloomingdales. Mest lesið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Gærurnar verða að hátísku Tíska og hönnun Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Íslenska fyrirsætan Brynja Jónbjarnardóttir gerir það gott þessa dagana. Eins og Vísir greindi frá gekk hún sýningarpallana á tískuvikunni í New York og nú nýlega landaði hún stórri ayglýsingaherferð fyrir fyrsta ilmvatn franska fatamerkisins Carven. Brynja segir þetta vera eitt stærsta og skemmtilegasta verkefni sitt til þessa.Veistu hvers vegna þú varst valin til að vera andlit ilmvatnsins? „Ég veit það nú ekki alveg, ætli það hafi ekki verið vegna þess að þau sáu eitthvað í fari mínu, fannst ég ungleg, fersk og rosa sæt! Þetta er flott franskt fatamerki og ég kann mjög vel við fötin þeirra, þau eru lífleg og töff. Ég verð samt að viðurkenna að ég man ekki nákvæmlega hvernig ilmvatnið lyktaði, en það var allavega ferskt og gott."Brynja er andlit fyrsta ilmvatns franska fatamerkisins Carven.Hvernig var að taka þátt í svona stórri auglýsingaherferð? „Þetta var eitt af skemmtilegustu verkefnum sem ég hef gert hingað til. Það var frábært að fá að taka þátt í þessu og það var ekki verra að takan fór fram hér og þar á strætum Parísar. Þetta var í janúar þannig að það var frekar svalt úti. Allt mjög skemmtilegt."Hvað er svo framundan hjá þér? „Ég flutti til New York í lok september á síðasta ári og elska að búa hérna. Eftir flutningana hefur ferillinn minn bara farið upp á við. Síðustu mánuði hef ég meðal annars verið að vinna fyrir Bloomingdales, Nordstrom, Club Monaco og ýmislegt fleira. Það eru mörg spennandi verkefni á döfinni og ég er mjög spennt fyrir þessu öllu saman. Mér finnst þetta mjög skemmtlegt og er ákveðin í að halda áfram, að minnsta kosti í einhvern tíma," segir Brynja að lokum. Hér til hægri er hægt að sjá mjög skemmtilegt myndband frá tökum á herferðinni þar sem Brynja spreytir sig meðal annars á frönsku og almenningur fylgist með tökum á götum úti í París.Nýleg mynd af Brynju fyrir Bloomingdales.
Mest lesið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Gærurnar verða að hátísku Tíska og hönnun Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira