Selfyssingar meðvitaðir um mikilvægi hönnunar Íris Hauksdóttir skrifar 10. febrúar 2013 17:24 „Ég var að byrja að vinna hjá nýsköpunardeild Matís þar sem við leggjum áherslu á að vinna með smáframleiðendum í matvælaiðnaði sem hafa hug á að auka við framleiðslulínu sína með nýjum vörum," segir Ingunn Jónsdóttir vöruhönnuður og starfsmaður nýsköpunardeildar Matís en hún fer um þessar mundir af stað með nýstárlegt námskeið í rýmishönnun. „Þetta er alveg þræl skemmtilegt námskeið sem Sunnlendingar hafa tekið vel í, enda eru þeir mjög hönnunar meðvitaðir og upp til hópa ákaflega smart," segir Ingunn og bætir við að enn sé eitthvað af lausum plássum svo það er um að gera að skrá sig. Bæta hamingju heimilanna „Á námskeiðinu mun ég fjalla um rýmisskipulag heimilisins og það hvernig við getum nýtt rýmið sem best og aukið um leið vellíðan fjölskyldunnar. Farið verður yfir litaval og hvernig ákveðnir litir hafa mismunandi áhrif á fólk. Jafnframt það hvernig tiltekin lýsing og birtustig hæfir sérhverju rými. Þetta eru kannski hlutir sem margir telja sjálfsagða en eru um leið svo mikilvægur þáttur í okkar hversdagslega lífi. Mér finnst einnig mikilvægt að gera fólki grein fyrir því hvernig við þarfagreinum heimilið og þá hluti sem þar þurfa að vera. Þá á ég við tilhögun hluta í rýminu sjálfu. Þannig, já ég er að sýna fólki leiðir til þess að fá meira út úr rýminu sínu, hámarka nýtingu og þannig ánægju um leið líka. Ég læt nemendur koma með grunn mynd af húsnæði sínu og út frá því sé ég hvaða svæði eru nýtt og hvað er mögulega vannýtt. Því er mikilvægt fyrir þáttakendur að mæta með teikningu eða einhverskonar mynd svo hver og einn geti sett niður hugmyndir og unnið út frá sínu persónulega svæði." Námskeiðið fer fram hjá Fræðsluneti Suðurlands og geta áhugasamir skráð sig hjá Fræðsluneti Suðurlands í síma 560 2030 eða á www.fraedslunet.is Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
„Ég var að byrja að vinna hjá nýsköpunardeild Matís þar sem við leggjum áherslu á að vinna með smáframleiðendum í matvælaiðnaði sem hafa hug á að auka við framleiðslulínu sína með nýjum vörum," segir Ingunn Jónsdóttir vöruhönnuður og starfsmaður nýsköpunardeildar Matís en hún fer um þessar mundir af stað með nýstárlegt námskeið í rýmishönnun. „Þetta er alveg þræl skemmtilegt námskeið sem Sunnlendingar hafa tekið vel í, enda eru þeir mjög hönnunar meðvitaðir og upp til hópa ákaflega smart," segir Ingunn og bætir við að enn sé eitthvað af lausum plássum svo það er um að gera að skrá sig. Bæta hamingju heimilanna „Á námskeiðinu mun ég fjalla um rýmisskipulag heimilisins og það hvernig við getum nýtt rýmið sem best og aukið um leið vellíðan fjölskyldunnar. Farið verður yfir litaval og hvernig ákveðnir litir hafa mismunandi áhrif á fólk. Jafnframt það hvernig tiltekin lýsing og birtustig hæfir sérhverju rými. Þetta eru kannski hlutir sem margir telja sjálfsagða en eru um leið svo mikilvægur þáttur í okkar hversdagslega lífi. Mér finnst einnig mikilvægt að gera fólki grein fyrir því hvernig við þarfagreinum heimilið og þá hluti sem þar þurfa að vera. Þá á ég við tilhögun hluta í rýminu sjálfu. Þannig, já ég er að sýna fólki leiðir til þess að fá meira út úr rýminu sínu, hámarka nýtingu og þannig ánægju um leið líka. Ég læt nemendur koma með grunn mynd af húsnæði sínu og út frá því sé ég hvaða svæði eru nýtt og hvað er mögulega vannýtt. Því er mikilvægt fyrir þáttakendur að mæta með teikningu eða einhverskonar mynd svo hver og einn geti sett niður hugmyndir og unnið út frá sínu persónulega svæði." Námskeiðið fer fram hjá Fræðsluneti Suðurlands og geta áhugasamir skráð sig hjá Fræðsluneti Suðurlands í síma 560 2030 eða á www.fraedslunet.is
Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira