Tíu risaurriðar í Minnivallalæk Kristján Hjálmarsson skrifar 12. febrúar 2013 14:04 Hér má sjá Ingólf Gissurarson fasteignasala kyssa einn 7,5 kíló urriða sem hann veiddi í Hólmakvísl þann 3. apríl árið 2008. Mynd/Strengir.is Tíu urriðar yfir 5 kíló veiddust í Minnivallalæk í fyrra þar af var sá stærsti 8,1 kíló. Ekki hafa veiðst jafn margir urriðar yfir fimm kíló á einu ári síðustu tíu ár, samkvæmt tölum frá Strengjum. Árið 2011 veiddust til að mynda sjö urriðar yfir fimm kíló og var sá þyngsti sjö kíló. Það var kastkennarinn Nils Jörgensen sem veiddi átta kílóa fiskinn í fyrra. Fiskinn fékk Nils við Stöðvarhyl og tók hann svartan streamer. Þyngsti urriðinn sem veiddist á tímabilinu 2003-2012 var 9 kíló og 85 sentimetrar. Veiðimaðurinn var Sigurður Ó. Waage og fékk hann fiskinn væna á heimasætu við Arnarhólsbeiða. Lengsta fiskinn fékk hins vegar Mogens Nielsen en hann fékk 100 sentimetra urriða, sjö kílóa, í Stöðvarhyl í ágúst árið 2011. Það eru ekki margar ár sem gefa jafn stóra urriða og Minnivallalækur en listann í heild sinni má nálgast hér. Stangveiði Mest lesið Of mikið veitt í Soginu Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Fæðisskylda afnumin eftir 15. júlí í Laxá Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði Gæsaveiðin fer rólega af stað Veiði Minnivallalækur tekur við sér Veiði Bandormssýking í silungi: Óþarfi að hringja á prest! Veiði
Tíu urriðar yfir 5 kíló veiddust í Minnivallalæk í fyrra þar af var sá stærsti 8,1 kíló. Ekki hafa veiðst jafn margir urriðar yfir fimm kíló á einu ári síðustu tíu ár, samkvæmt tölum frá Strengjum. Árið 2011 veiddust til að mynda sjö urriðar yfir fimm kíló og var sá þyngsti sjö kíló. Það var kastkennarinn Nils Jörgensen sem veiddi átta kílóa fiskinn í fyrra. Fiskinn fékk Nils við Stöðvarhyl og tók hann svartan streamer. Þyngsti urriðinn sem veiddist á tímabilinu 2003-2012 var 9 kíló og 85 sentimetrar. Veiðimaðurinn var Sigurður Ó. Waage og fékk hann fiskinn væna á heimasætu við Arnarhólsbeiða. Lengsta fiskinn fékk hins vegar Mogens Nielsen en hann fékk 100 sentimetra urriða, sjö kílóa, í Stöðvarhyl í ágúst árið 2011. Það eru ekki margar ár sem gefa jafn stóra urriða og Minnivallalækur en listann í heild sinni má nálgast hér.
Stangveiði Mest lesið Of mikið veitt í Soginu Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Fæðisskylda afnumin eftir 15. júlí í Laxá Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði Gæsaveiðin fer rólega af stað Veiði Minnivallalækur tekur við sér Veiði Bandormssýking í silungi: Óþarfi að hringja á prest! Veiði