Línan var engu að síður undurfögur eins og við var að búast frá de la Renta, en áhrif Gallianos sáust greinilega. Fatnaðurinn sjálfur féll því í skuggann af spennuþrungnum sal sem beið þess að Galliano myndi stíga fram á sviðið að sýningu lokinni. Oscar de la Renta steig að vísu einn fram á meðan Galliano taldi öruggara að halda sig baksviðs. Hér sjáum við myndir frá sýningunni.






