Mikið hefur verið um dýrðir í New York borg síðustu daga, en tískuvikan þar stendur nú sem hæst. Göturnar eru fullar af fólki sem lifir og hrærist í tísku svo það eitt að líta í kringum sig getur verið algjör veisla fyrir augað. Eins og síðustu ár hafa ljósmyndarar ekki síður verið duglegir við að mynda fólk á götum úti en sýningarnar. Hér eru nokkrar vel klæddar dömur sem ljósmyndarinn Candice Lake myndaði.
Tískuritstjórinn Preetma Singh í kjól frá Prada með loðlúffur.Miroslava Duma er alltaf flott. Hér er hún í dressi frá Viva Vox.Bloggarinn Peony Lim í skóm frá Christian Louboutin og kápu frá Céline.Þórhildur Þorkelsdóttir
Athafnakonan Olivia Palermo í jakka frá All Saints og stígvélum frá Fendi.