Fótbolti

Öll liðin í íslenska riðlinum féllu niður FIFA-listann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lars Lagerbäck þjálfari íslenska landsliðsins er hér á milli formannsins Geirs Þorsteinssonar og aðstoðarmannsins Heimis Hallgrímssonar.
Lars Lagerbäck þjálfari íslenska landsliðsins er hér á milli formannsins Geirs Þorsteinssonar og aðstoðarmannsins Heimis Hallgrímssonar. Mynd/Vilhelm
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er í 98. sæti á nýjasta Styrkleikalista FIFA eftir að hafa fallið niður um níu sæti frá listanum sem var gefinn út í janúar. Öll sex liðin í riðli Íslands í undankeppni HM 2014 eiga það sameiginlegt að hafa fallið niður listann að þessu sinni.

Albanía féll niður um átta sæti og Slóvenía, næsti mótherjar Íslands í undankeppninni, er komin niður í 54. sæti eftir sjö sæta fall. Kýpur féll niður um fjögur sæti og Norðmenn eru þremur sætum neðar en á síðasta lista.

Svisslendingar eru efstir á FIFA-listanum í riðli Íslands en þeir eru nú komnir niður í 14. sætið eftir að hafa verið í 13. sætinu á síðasta lista.

Sviss gerði markalaust jafntefli í vináttulandsleik í upphafi þessa mánaðar en allar hinar þjóðirnar töpuðu sínum leikjum. Ísland tapaði þá 0-2 á móti Rússum.

Liðin í riðli Íslands í undankeppni HM 2014:

Sviss 14. sæti (-1 sæti)

Noregur 27. sæti (-3 sæti)

Slóvenía 54. sæti (-7 sæti)

Albanía 71. sæti (-8 sæti)

Ísland 98. sæti (-9 sæti)

Kýpur 134. sæti (-4 sæti)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×