"Við erum auðvitað í rusli yfir þessu öllu" 16. febrúar 2013 14:28 MYND/AFP Íslenskir vinir íþróttahetjunnar Oscars Pistorius eru harmi slegnir eftir voðaverkið á miðvikudagsnótt. Honum er lýst sem ljúfum og góðum dreng sem hafi reynst fjölskyldunni vel. Pistorius hágrét þegar saksóknari las honum ákæru fyrir morð. „Við erum auðvitað í rusli yfir þessu öllu. Ég hefði aldrei getað ímyndað mér neitt þessu líkt. Þetta er rosalega sorglegt," segir Ebba Guðný Guðmundsdóttir, vinkona suður-afríska Ólympíuhlauparans Oscars Pistorius. „Okkar kynni af Oscari eru þau að hann er einstaklega ljúfur og góður drengur og það má ekki gleymast. Hann reyndist okkur ótrúlega vel, jafnvel til að byrja með þegar hann þekkti okkur ekki neitt. Hann gaf okkur alltaf tíma, sýndi okkur hlýju, kærleik og mikla vináttu." Ebba hefur þekkt Pistorius síðan hún var ólétt af syni sínum, sem nú er átta ára gamall. Hann fæddist með sama fæðingargalla og íþróttahetjan, fótalaus fyrir neðan hné. Ebba komst þá í kynni við Pistorius og hefur þeim verið afar vel til vina síðan. Íslenska fjölskyldan fluttist meðal annars til Suður-Afríku, þar sem hún eyddi miklum tíma með íþróttahetjunni. Ebba segir fregnir af skotárás á heimili Pistorius hafa komið öllum í opna skjöldu. Hún hefur ekki rætt við fjölskyldu hans, sem hún þekkir einnig. "Það næst ekki í neinn. Það er auðvitað ekkert grín þegar svona ákæra er lögð fram. Það er allt í uppnámi," segir hún. Ebba hefur aldrei hitt kærustu hlauparans, hina 29 ára gömlu Reevu Steen Kamp, sem hann skaut til bana aðfaranótt 14. febrúar. Þau höfðu verið saman í nokkra mánuði. Pistorius brotnaði niður í réttarsal í Pretoríu í gær þegar saksóknarinn las upp ákæru á hendur honum fyrir morð að yfirlögðu ráði. Hlauparinn hágrét og neitaði alfarið að hafa myrt kærustu sína. Saksóknari heldur því fram að Pistorius hafi ekki aðeins myrt Steenkamp, heldur hafi hann verið búinn að skipuleggja það fyrir fram. Sjálfur heldur hann því fram að hann hafi ruglast á kærustu sinni og innbrotsþjófi. Steenkamp fannst látin á heimili hlauparans í Pretoríu með fjögur skotsár á líkamanum. Lögreglan hefur áður verið kölluð að húsinu vegna gruns um heimilisofbeldi. Pistorius er 26 ára gamall og hefur löngum verið eitt helsta andlit íslenska stoðtækjaframleiðandans Össurar. Ekki náðist í talsmenn fyrirtækisins í gærkvöld en í yfirlýsingu sem send var út daginn eftir skotárásina sagði að hugurinn væri hjá aðstandendum Steenkamp og allra sem málið varðaði. Þá væri beðið eftir niðurstöðum lögreglu í málinu. sunna@frettabladid.is Oscar Pistorius Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Íslenskir vinir íþróttahetjunnar Oscars Pistorius eru harmi slegnir eftir voðaverkið á miðvikudagsnótt. Honum er lýst sem ljúfum og góðum dreng sem hafi reynst fjölskyldunni vel. Pistorius hágrét þegar saksóknari las honum ákæru fyrir morð. „Við erum auðvitað í rusli yfir þessu öllu. Ég hefði aldrei getað ímyndað mér neitt þessu líkt. Þetta er rosalega sorglegt," segir Ebba Guðný Guðmundsdóttir, vinkona suður-afríska Ólympíuhlauparans Oscars Pistorius. „Okkar kynni af Oscari eru þau að hann er einstaklega ljúfur og góður drengur og það má ekki gleymast. Hann reyndist okkur ótrúlega vel, jafnvel til að byrja með þegar hann þekkti okkur ekki neitt. Hann gaf okkur alltaf tíma, sýndi okkur hlýju, kærleik og mikla vináttu." Ebba hefur þekkt Pistorius síðan hún var ólétt af syni sínum, sem nú er átta ára gamall. Hann fæddist með sama fæðingargalla og íþróttahetjan, fótalaus fyrir neðan hné. Ebba komst þá í kynni við Pistorius og hefur þeim verið afar vel til vina síðan. Íslenska fjölskyldan fluttist meðal annars til Suður-Afríku, þar sem hún eyddi miklum tíma með íþróttahetjunni. Ebba segir fregnir af skotárás á heimili Pistorius hafa komið öllum í opna skjöldu. Hún hefur ekki rætt við fjölskyldu hans, sem hún þekkir einnig. "Það næst ekki í neinn. Það er auðvitað ekkert grín þegar svona ákæra er lögð fram. Það er allt í uppnámi," segir hún. Ebba hefur aldrei hitt kærustu hlauparans, hina 29 ára gömlu Reevu Steen Kamp, sem hann skaut til bana aðfaranótt 14. febrúar. Þau höfðu verið saman í nokkra mánuði. Pistorius brotnaði niður í réttarsal í Pretoríu í gær þegar saksóknarinn las upp ákæru á hendur honum fyrir morð að yfirlögðu ráði. Hlauparinn hágrét og neitaði alfarið að hafa myrt kærustu sína. Saksóknari heldur því fram að Pistorius hafi ekki aðeins myrt Steenkamp, heldur hafi hann verið búinn að skipuleggja það fyrir fram. Sjálfur heldur hann því fram að hann hafi ruglast á kærustu sinni og innbrotsþjófi. Steenkamp fannst látin á heimili hlauparans í Pretoríu með fjögur skotsár á líkamanum. Lögreglan hefur áður verið kölluð að húsinu vegna gruns um heimilisofbeldi. Pistorius er 26 ára gamall og hefur löngum verið eitt helsta andlit íslenska stoðtækjaframleiðandans Össurar. Ekki náðist í talsmenn fyrirtækisins í gærkvöld en í yfirlýsingu sem send var út daginn eftir skotárásina sagði að hugurinn væri hjá aðstandendum Steenkamp og allra sem málið varðaði. Þá væri beðið eftir niðurstöðum lögreglu í málinu. sunna@frettabladid.is
Oscar Pistorius Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira