Íslenski boltinn

Sigurður Ragnar valdi 22 leikmenn í æfingahóp

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elín Metta Jensen í leik á móti Norður-Írlandi síðasta haust.
Elín Metta Jensen í leik á móti Norður-Írlandi síðasta haust. Mynd/Daníel
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, kvennalandsliðsþjálfari í fótbolta, hefur valið 22 manna hóp fyrir landsliðsæfingar sem fara fram um næstu helgi en þetta eru eingöngu leikmenn sem spila í Pepsi-deildinni.

Sigurður Ragnar hafði áður valið 42 leikmenn í undirbúningshóp fyrir verkefni ársins en þrír leikmenn sem voru ekki í þeim hóp eru með núna. Það eru: Ásgerður Stefanía Baldursdóttir úr Stjörnunni, Katrín Gylfadóttir úr Val og Silvía Rán Sigurðardóttir úr Þór/KA.

Sigurður Ragnar velur flesta leikmenn úr Val eða alls sjö talsins en fimm Stjörnukonur eru einnig boðaðar á æfingarnar og Íslandsmeistarar Þór/KA eiga fjóra leikmenn í æfingahópnum.

Allir leikmenn byrja helgina á því að taka YoYo IR1 hlaupapróf í Fífunni á föstudagskvöldið en leikmenn Breiðabliks hafa þegar lokið prófinu og þurfa því ekki að mæta. Sigurður Ragnar verður síðan með tvær æfingar í Kórnum, eina á laugardaginn og aðra á sunnudagsmorguninn.

Æfingahópur landsliðsins fyrir helgina 22. til 24. febrúar:

Birna Kristjánsdóttir Breiðablik (fædd 1986)

Hlín Gunnlaugsdóttir Breiðablik (1989)

Rakel Hönnudóttir Breiðablik (1988)

Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir ÍBV (1991)

Elísa Viðarsdóttir ÍBV (1991)

Kristín Erna Sigurlásdóttir ÍBV (1991)

Anna Björk Kristjánsdóttir Stjarnan (1989)

Anna María Baldursdóttir Stjarnan (1994)

Ásgerður Stefanía Baldursdóttir Stjarnan (1987)

Glódís Perla Viggósdóttir Stjarnan (1995)

Harpa Þorsteinsdóttir Stjarnan (1986)

Dóra María Lárusdóttir Valur (1985)

Elín Metta Jensen Valur (1995)

Katrín Gylfadóttir Valur (1993)

Kristín Ýr Bjarnadóttir Valur (1984)

Málfríður Erna Sigurðardóttir Valur (1984)

Rakel Logadóttir Valur (1981)

Svava Rós Guðmundsdóttir Valur (1995)

Arna Sif Ásgrímsdóttir Þór (1992)

Katrín Ásbjörnsdóttir Þór (1992)

Sandra María Jessen Þór (1995)

Silvía Rán Sigurðardóttir Þór (1992)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×