Stofnaði tískutímarit til að koma hæfileikafólki frá Norðurlöndunum á framfæri Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 6. febrúar 2013 09:30 Soffía Theódóra Tryggvadóttir stofnaði tískutímaritið Nordic Style Magazine í desember á síðasta ári. Hún hefur alltaf haft gríðarlegan áhuga á tísku og hönnun en það var fyrst þegar hún hóf nám í tískumarkaðsstjórnun í New York sem henni fannst hún hafa næga þekkingu til að stofna sitt eigið tímarit. Tilgangur tímaritsins er að koma hönnun, listum og tísku frá Norðurlöndunum á framfæri á alþjóðamarkaði.Úr myndaþætti sem birtist í blaðinu. Fyrirsæturnar, ljósmyndarinn og stílistinn sem komu að myndatökunni eru öll Íslendingar.Soffía er sjálf staðsett í New York og ritstýrir blaðinu þaðan. Það eru þó tæplega 30 einstaklingar í átta löndum sem vinna að næsta blaði sem kemur út um miðjan febrúar. Þar taka þau viðtöl og skrifa greinar í blaðið, vinna að tískuþáttum og taka götutískuljósmyndir hver á sínum stað með hjálp nútímatækni. Allt þetta fólk hefur mikla trú á stefnu blaðsins.Annar myndaþáttur úr Nordic Style Mag.Hvernig hefur verið að vinna blaðið svona á milli landa? Ég gerði fyrsta tímaritið meðfram skóla þannig að því leitinu til var að það nokkuð strembið en ótrúlega gaman. Það kom mér nokkuð á óvart hvað það var auðvelt að vinna með fólki á milli landa, þrátt fyrir tímamismun. Ef maður vinnur með góðu fólki eins og ég hef verið svo heppin að kynnast þá er þetta lítið mál.Forsíða tímaritsins sem kom fyrst út 3. desember í fyrra.Hvernig hafa viðbrögðin verið? Viðbrögðin hafa verið ótrúlega góð og við höfum fengið mikinn stuðning og áhuga frá fólki og fyrirtækjum um allan heim. Fólk er sérstaklega hrifin af þeirri áherslu á Norðurlöndin sem tímaritið hefur.Soffía Theodóra Tryggvadóttir ritstýrir tímaritinu frá New York.Hvað er svo framundan hjá Nordic Style Mag? Ætlið þið að koma á Reykjavík Fashion Festival? Ég var að koma heim af tískuvikunni í Kaupmannahöfn og nú er bara að vinna úr þeirri ferð og púsla saman útgáfu tvö sem kemur út núna um miðjan febrúar. Við munum að sjálfsögðu koma á Hönnunarmars og Reykjavík Fashion festival og skrifa um þá viðburði. Við erum mjög spennt að sjá hvernig dagskráin verður. Næsta tímarit kemur út í næstu viku og má nálgast ókeypis hér. Nordic Style Magazine á Facebook og TwitterNordicstylemag.com HönnunarMars RFF Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Soffía Theódóra Tryggvadóttir stofnaði tískutímaritið Nordic Style Magazine í desember á síðasta ári. Hún hefur alltaf haft gríðarlegan áhuga á tísku og hönnun en það var fyrst þegar hún hóf nám í tískumarkaðsstjórnun í New York sem henni fannst hún hafa næga þekkingu til að stofna sitt eigið tímarit. Tilgangur tímaritsins er að koma hönnun, listum og tísku frá Norðurlöndunum á framfæri á alþjóðamarkaði.Úr myndaþætti sem birtist í blaðinu. Fyrirsæturnar, ljósmyndarinn og stílistinn sem komu að myndatökunni eru öll Íslendingar.Soffía er sjálf staðsett í New York og ritstýrir blaðinu þaðan. Það eru þó tæplega 30 einstaklingar í átta löndum sem vinna að næsta blaði sem kemur út um miðjan febrúar. Þar taka þau viðtöl og skrifa greinar í blaðið, vinna að tískuþáttum og taka götutískuljósmyndir hver á sínum stað með hjálp nútímatækni. Allt þetta fólk hefur mikla trú á stefnu blaðsins.Annar myndaþáttur úr Nordic Style Mag.Hvernig hefur verið að vinna blaðið svona á milli landa? Ég gerði fyrsta tímaritið meðfram skóla þannig að því leitinu til var að það nokkuð strembið en ótrúlega gaman. Það kom mér nokkuð á óvart hvað það var auðvelt að vinna með fólki á milli landa, þrátt fyrir tímamismun. Ef maður vinnur með góðu fólki eins og ég hef verið svo heppin að kynnast þá er þetta lítið mál.Forsíða tímaritsins sem kom fyrst út 3. desember í fyrra.Hvernig hafa viðbrögðin verið? Viðbrögðin hafa verið ótrúlega góð og við höfum fengið mikinn stuðning og áhuga frá fólki og fyrirtækjum um allan heim. Fólk er sérstaklega hrifin af þeirri áherslu á Norðurlöndin sem tímaritið hefur.Soffía Theodóra Tryggvadóttir ritstýrir tímaritinu frá New York.Hvað er svo framundan hjá Nordic Style Mag? Ætlið þið að koma á Reykjavík Fashion Festival? Ég var að koma heim af tískuvikunni í Kaupmannahöfn og nú er bara að vinna úr þeirri ferð og púsla saman útgáfu tvö sem kemur út núna um miðjan febrúar. Við munum að sjálfsögðu koma á Hönnunarmars og Reykjavík Fashion festival og skrifa um þá viðburði. Við erum mjög spennt að sjá hvernig dagskráin verður. Næsta tímarit kemur út í næstu viku og má nálgast ókeypis hér. Nordic Style Magazine á Facebook og TwitterNordicstylemag.com
HönnunarMars RFF Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira