Endurgerð Á annan veg sló í gegn á Sundance Boði Logason skrifar 22. janúar 2013 23:00 Framleiðendurnir á Sundance-hátíðinni „Þetta var mjög skemmtilegt og við vorum allir mjög sáttir með útkomuna," segir Sindri Páll Kjartansson, einn af framleiðendum íslensku bíómyndarinnar Á annan veg. Myndin var endurgerð á síðasta ári í Bandaríkjunum og var hún svo frumsýnd um helgina á kvikmyndhátíðinni Sundance. Þar fékk hún góðar undirtektir og voru viðstaddir mjög ánægðir með útkomuna. Í Bandaríkjunum ber myndin nafnið Prince Avalanche, og er leikstjóri hennar David Grodon Green, sem gerði meðal annars myndina Pineapple Express. Leikarinn Paul Rudd fer með aðalhlutverkið í myndinni, en hann er hvað þekktustur fyrir hlutverk sitt í I Love You Man, Role Models og The 40 year old virgin. Sindri fór á Sundance í Utah í Bandaríkjunum ásamt Davíð Ólafssyni, Árna Filippussyni og Tobias Munthe, en þeir fjórir eru framleiðendur upprunalegu myndarinnar, Á annan veg. Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, leikstjóri Á annan veg, var einnig með í för. Hann segir að ferðin á hátíðina hafi verið mikil skemmtun en enginn af þeim hafði séð endurgerðina áður. „Það var mjög súrealískt að horfa á myndina, við þekkjum hana allir svo vel. En þeir fóru ekkert svo langt frá upprunalegu myndinni," segir hann. „Það var svolítið skrítið að sjá myndina okkar með öllum þessum stórstjörnum." Eftir sýninguna fóru strákarnir í gleðskap með leikstjóranum og leikurnum, sem voru spenntir að vita hvernig Íslendingunum fannst myndin. „Paul Rudd sagðist hafa verið mjög stressaður yfir því hvað okkur myndi finnast og sagðist vera mjög feginn að hafa ekki vitað fyrirfram að við værum í salnum. En við vorum mjög ánægðir með þetta og þeir líka." Sindri segir að líklegt sé að Prince Avalance verði sýnd hér á landi á árinu. „Það er ekki alveg komið á hreint, en mér finnst það mjög líklegt," segir hann að lokum. Menning Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Þetta var mjög skemmtilegt og við vorum allir mjög sáttir með útkomuna," segir Sindri Páll Kjartansson, einn af framleiðendum íslensku bíómyndarinnar Á annan veg. Myndin var endurgerð á síðasta ári í Bandaríkjunum og var hún svo frumsýnd um helgina á kvikmyndhátíðinni Sundance. Þar fékk hún góðar undirtektir og voru viðstaddir mjög ánægðir með útkomuna. Í Bandaríkjunum ber myndin nafnið Prince Avalanche, og er leikstjóri hennar David Grodon Green, sem gerði meðal annars myndina Pineapple Express. Leikarinn Paul Rudd fer með aðalhlutverkið í myndinni, en hann er hvað þekktustur fyrir hlutverk sitt í I Love You Man, Role Models og The 40 year old virgin. Sindri fór á Sundance í Utah í Bandaríkjunum ásamt Davíð Ólafssyni, Árna Filippussyni og Tobias Munthe, en þeir fjórir eru framleiðendur upprunalegu myndarinnar, Á annan veg. Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, leikstjóri Á annan veg, var einnig með í för. Hann segir að ferðin á hátíðina hafi verið mikil skemmtun en enginn af þeim hafði séð endurgerðina áður. „Það var mjög súrealískt að horfa á myndina, við þekkjum hana allir svo vel. En þeir fóru ekkert svo langt frá upprunalegu myndinni," segir hann. „Það var svolítið skrítið að sjá myndina okkar með öllum þessum stórstjörnum." Eftir sýninguna fóru strákarnir í gleðskap með leikstjóranum og leikurnum, sem voru spenntir að vita hvernig Íslendingunum fannst myndin. „Paul Rudd sagðist hafa verið mjög stressaður yfir því hvað okkur myndi finnast og sagðist vera mjög feginn að hafa ekki vitað fyrirfram að við værum í salnum. En við vorum mjög ánægðir með þetta og þeir líka." Sindri segir að líklegt sé að Prince Avalance verði sýnd hér á landi á árinu. „Það er ekki alveg komið á hreint, en mér finnst það mjög líklegt," segir hann að lokum.
Menning Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira