Real Madrid og Barcelona tekjuhæstu félög heims Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2013 10:00 Mynd/Nordic Photos/Getty Áttunda árið í röð er spænska félagið Real Madrid það fótboltafélag í heiminum sem aflaði mestra heildartekna. Efstu sex félögin á lista Deloitte eru þau sömu og fyrir ári síðan en af þeim var það aðeins Manchester United (3. sæti) sem skilaði minni tekjum milli ára. Tvö efstu félögin koma frá Spáni en England á fimm félög inn á topp tíu listanum. Real Madrid skilaði heildartekjum upp á 512,6 milljónir evra á síðasta ári og varð þar með fyrsta félagið til að brjóta 500 milljóna múrinn. Tekjur félagsins hækkuðu um sjö prósent milli ára alveg eins og hjá erkifjendunum í Barcelona sem voru með 483 milljónir í heildartekjur á síðasta fjárhagsári. Manchester United skilaði þremur prósentum minni tekjum í ár en í fyrra en þar hafði mikið að segja að félagið komst ekki í gegnum riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Nágrannarnir í Manchester City komust inn á topp tíu en City hækkaði sig um fimm sæti og fór alla leið upp í það sjöunda. Manchester City vann ensku úrvalsdeildina í fyrsta sinn og stimplaði sig í hóp bestu liða heims og það hafði mikil áhrif á rekstur félagsins því tekjurnar jukust um 51 prósent milli ára. Chelsea og Arsenal eiga í hættu að missa Manchester City upp fyrir sig á næstunni ef sama þróun verður á þessu ári en Liverpool er síðan fimmta enska félagið inn á topp tíu. Ítalir eiga tvö félög inn á topp tíu (AC Milan og Juventus) og Þjóðverjar eitt (Bayern Munchen).Topp tuttugu listinn lítur þannig út:- í milljónum evra, síðasta ár innan sviga 1 (1) Real Madrid 512,6 (479,5) 2 (2) Barcelona 483 (450,7) 3 (3) Manchester Utd 395,9 (367) 4 (4) Bayern Munich 368,4 (321,4) 5 (5) Chelsea 322,6 (253,1) 6 (6) Arsenal 290,3 (251,1) 7 (12) Manchester City 285,6 (169,6) 8 (7) AC Milan 256,9 (234,8) 9 (9) Liverpool 233,2 (203,3) 10 (13) Juventus 195,4 (153,9) 11 (16) Borussia Dortmund 189,1 (138,5) 12 (8) Internazionale 185,9 (211,4) 13 (11) Tottenham 178,2 (181) 14 (10) Schalke 174,5 (202,4) 15 (20) Napoli 148,4 (114,9) 16 (14) Marseille 135,7 (150,4) 17 (17) Lyon 131,9 (132,8) 18 (18) Hamburg 121,1 (128,8) 19 (15) Roma 115,9 (143,5) 20 (-) Newcastle United 115,3 (98)Mynd/Nordic Photos/Getty Enski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Fótbolti Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjá meira
Áttunda árið í röð er spænska félagið Real Madrid það fótboltafélag í heiminum sem aflaði mestra heildartekna. Efstu sex félögin á lista Deloitte eru þau sömu og fyrir ári síðan en af þeim var það aðeins Manchester United (3. sæti) sem skilaði minni tekjum milli ára. Tvö efstu félögin koma frá Spáni en England á fimm félög inn á topp tíu listanum. Real Madrid skilaði heildartekjum upp á 512,6 milljónir evra á síðasta ári og varð þar með fyrsta félagið til að brjóta 500 milljóna múrinn. Tekjur félagsins hækkuðu um sjö prósent milli ára alveg eins og hjá erkifjendunum í Barcelona sem voru með 483 milljónir í heildartekjur á síðasta fjárhagsári. Manchester United skilaði þremur prósentum minni tekjum í ár en í fyrra en þar hafði mikið að segja að félagið komst ekki í gegnum riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Nágrannarnir í Manchester City komust inn á topp tíu en City hækkaði sig um fimm sæti og fór alla leið upp í það sjöunda. Manchester City vann ensku úrvalsdeildina í fyrsta sinn og stimplaði sig í hóp bestu liða heims og það hafði mikil áhrif á rekstur félagsins því tekjurnar jukust um 51 prósent milli ára. Chelsea og Arsenal eiga í hættu að missa Manchester City upp fyrir sig á næstunni ef sama þróun verður á þessu ári en Liverpool er síðan fimmta enska félagið inn á topp tíu. Ítalir eiga tvö félög inn á topp tíu (AC Milan og Juventus) og Þjóðverjar eitt (Bayern Munchen).Topp tuttugu listinn lítur þannig út:- í milljónum evra, síðasta ár innan sviga 1 (1) Real Madrid 512,6 (479,5) 2 (2) Barcelona 483 (450,7) 3 (3) Manchester Utd 395,9 (367) 4 (4) Bayern Munich 368,4 (321,4) 5 (5) Chelsea 322,6 (253,1) 6 (6) Arsenal 290,3 (251,1) 7 (12) Manchester City 285,6 (169,6) 8 (7) AC Milan 256,9 (234,8) 9 (9) Liverpool 233,2 (203,3) 10 (13) Juventus 195,4 (153,9) 11 (16) Borussia Dortmund 189,1 (138,5) 12 (8) Internazionale 185,9 (211,4) 13 (11) Tottenham 178,2 (181) 14 (10) Schalke 174,5 (202,4) 15 (20) Napoli 148,4 (114,9) 16 (14) Marseille 135,7 (150,4) 17 (17) Lyon 131,9 (132,8) 18 (18) Hamburg 121,1 (128,8) 19 (15) Roma 115,9 (143,5) 20 (-) Newcastle United 115,3 (98)Mynd/Nordic Photos/Getty
Enski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Fótbolti Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjá meira