






Hátískulína Chanel fyrir vor – og sumar '13 var sýnd í París í gær. Karl Lagerfeld, yfirhönnuður Chanel til þrjátíu ára, sagði að innblásturinn af línunni hafi komið til hans í draumi, og eigi að vera einhverskonar ,,grískt leikrit í rómantískum skógi", eins og hann orðaði það. Klassíska Chanel dragtin var að sjálfsögðu á sínum stað í fallegum ljósum litum, sem og litli svarti kjólinn sem fylgt hefur tískuhúsinu frá upphafi.