Gangan upp fyrir Glanna 65% undir tíu ára meðaltali 21. janúar 2013 07:00 Fallegur veiðistaður í Norðurá. Myndin er tekin í fyrrasumar. Mynd/Svavar Ef fylgst er með einhverri einni laxveiðiá af meiri athygli en öðrum hér á landi hlýtur það að vera Norðurá. Ekki þarf að fjölyrða um veiði sumarsins 2012 en þó kann að vera að einhverjir hafi áhuga á nákvæmri greiningu á því hvernig gekk. Nýlega kom út skýrsla Veiðimálastofnunar um veiðina í ánni í sumar, eins og má lesa um í lengra máli hér. En það helsta fylgir hér á eftir: Í Norðurá veiddust 949 laxar á stöng, 14 bleikjur og 57 urriðar. Veiðimenn slepptu 264 löxum, eða 11% smálaxa og tæpum 83% stórlaxa. Hlutfall stórlaxa í veiðinni var 23,4% og meðalþyngd þeirra var 4,4 kíló en meðalþyngd smálaxa 2,1 kíló. Veiðin var 42,7 % undir meðalveiði árinnar fyrir tímabilið 1968 - 2012. Nettóganga upp fyrir teljarann í Glanna var 1.134 fiskar, eða 172 silungar, 818 smálaxar og 177 stórlaxar. Hlutur stórlaxa af laxagöngunni var því tæp 15%. Gangan upp fyrir teljarann var 57% minni en árið 2011 og tæpum 65% undir meðaltali tímabilsins 2002 - 2012. Tæp 70% laxa gekk upp fyrir teljarann í júlí. Veiðihlutfall ofan teljarans var 33,5% sem skiptist í 30,3% smálaxagöngunnar og 51,4% stórlaxagöngunnar. Veiðimálastofnun rannsakaði 122 hreistur eða af 12,9% veiðinnar. Eitt sýni reyndist af laxi af eldisuppruna en laxar af náttúrulegum uppruna höfðu dvalið 3 - 5 ár í ferskvatni, þó langstærstur hluti í 3 - 4 ár. Stór hluti sýna, eða 27,9%, bar merki um endurtekna hrygningu og eru sýnin aldursgreind sem stórlax. Flestir slíkir laxa dvelja stuttan tíma í sjó eftir hrygningu, vaxa því lítið og stærð þeirra nær því ekki eiginlegri stórlaxastærð. Samanlagður hlutur stórlaxa í sýnatökunni reyndist því 34,5 %. Veiðin 2012 samanstóð af fimm árgöngum, frá 2005 - 2008, en klakárgangar 2006 - 2008 héldu uppi 95% veiðinnar. svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Elliðaárnar: 20 laxar klukkan fimm! Veiði Veiðisýning á Egilsstöðum 3-6. nóvember Veiði Opið fyrir umsóknir hjá SVFR Veiði Helgarviðtal: Stangveiði, fótbolti og sauðfé Veiði Stóri sjóbirtingurinn mættur í Kjósina Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Víðidalsá að ná 700 löxum Veiði
Ef fylgst er með einhverri einni laxveiðiá af meiri athygli en öðrum hér á landi hlýtur það að vera Norðurá. Ekki þarf að fjölyrða um veiði sumarsins 2012 en þó kann að vera að einhverjir hafi áhuga á nákvæmri greiningu á því hvernig gekk. Nýlega kom út skýrsla Veiðimálastofnunar um veiðina í ánni í sumar, eins og má lesa um í lengra máli hér. En það helsta fylgir hér á eftir: Í Norðurá veiddust 949 laxar á stöng, 14 bleikjur og 57 urriðar. Veiðimenn slepptu 264 löxum, eða 11% smálaxa og tæpum 83% stórlaxa. Hlutfall stórlaxa í veiðinni var 23,4% og meðalþyngd þeirra var 4,4 kíló en meðalþyngd smálaxa 2,1 kíló. Veiðin var 42,7 % undir meðalveiði árinnar fyrir tímabilið 1968 - 2012. Nettóganga upp fyrir teljarann í Glanna var 1.134 fiskar, eða 172 silungar, 818 smálaxar og 177 stórlaxar. Hlutur stórlaxa af laxagöngunni var því tæp 15%. Gangan upp fyrir teljarann var 57% minni en árið 2011 og tæpum 65% undir meðaltali tímabilsins 2002 - 2012. Tæp 70% laxa gekk upp fyrir teljarann í júlí. Veiðihlutfall ofan teljarans var 33,5% sem skiptist í 30,3% smálaxagöngunnar og 51,4% stórlaxagöngunnar. Veiðimálastofnun rannsakaði 122 hreistur eða af 12,9% veiðinnar. Eitt sýni reyndist af laxi af eldisuppruna en laxar af náttúrulegum uppruna höfðu dvalið 3 - 5 ár í ferskvatni, þó langstærstur hluti í 3 - 4 ár. Stór hluti sýna, eða 27,9%, bar merki um endurtekna hrygningu og eru sýnin aldursgreind sem stórlax. Flestir slíkir laxa dvelja stuttan tíma í sjó eftir hrygningu, vaxa því lítið og stærð þeirra nær því ekki eiginlegri stórlaxastærð. Samanlagður hlutur stórlaxa í sýnatökunni reyndist því 34,5 %. Veiðin 2012 samanstóð af fimm árgöngum, frá 2005 - 2008, en klakárgangar 2006 - 2008 héldu uppi 95% veiðinnar. svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Elliðaárnar: 20 laxar klukkan fimm! Veiði Veiðisýning á Egilsstöðum 3-6. nóvember Veiði Opið fyrir umsóknir hjá SVFR Veiði Helgarviðtal: Stangveiði, fótbolti og sauðfé Veiði Stóri sjóbirtingurinn mættur í Kjósina Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Víðidalsá að ná 700 löxum Veiði