Formaður úti í kuldanum: Ófétið hafnaði mér! Garðar Örn Úlfarsson skrifar 12. janúar 2013 09:00 Tölvan hafnaði Bjarna Júlíussyni, formanni SVFR. Fleiri stjórnarmenn fylgdust með. Mynd / Anton Formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur var meðal þeirra sem ekki fengu úthlutað veiðileyfi í Elliðaánum næsta sumar þegar dregið var úr umsóknum. „Óska eftir degi í Elliðaám, tölvuófétið hafnaði mér," skrifaði Bjarni Júlíusson, tölvunarfræðingur og formaður Stangaveiðifélagsins, inn á Facebook-síðu SVFR eftir dráttinn sem hann sjálfur stýrði á fimmtudaginn. „Ég ætla að gera það að tillögu minni á næsta stjórnarfundi að þessi asni sem forritaði þennan úttdrátt verði rekinn," bætti hann við síðar á léttum nótum. Hópur félagsmanna SVFR fylgist með þegar Bjarni lét tölvu velja úr umsóknum þeirra sem sóttu um veiði fyrir hádegi í júlí næsta sumar í Elliðaánum. Langmesti umsóknarþunginn var á þessar morgunvaktir. Á sumar vaktirnar voru umsóknirnar fimmfalt fleiri en stangirnar sem voru í boði. Fengu því færri en vildu. Hlutir æxluðust þannig að af þeim sem þáðu boð stjórnar SVFR og voru viðstaddir dráttinn fengu fæstir úthlutun. Þótt stemningin að því leyti hefði getað verið betri voru menn þó almennt ánægðir með að þessari aðferð var beitt. Þess utan er ekki öll nótt úti enn fyrir þennan tiltekna júlímorgna-hóp því nú mun árnefnd Elliðaánna taka við að úthluta öllum öðrum vöktum sumarsins. Talsvert mun vera laust á þær vaktir. Þess má geta að tæknileg útfærsla tölvudráttarins var útskýrð fyrir þeim sem voru í salnum að því er segir á vef Stangaveiðifélagsins. „Var það sem hebreska í eyru flestra," segir á svfr.is. Stangveiði Mest lesið Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði Veiðisýning á Egilsstöðum 3-6. nóvember Veiði Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Elliðaárnar: 20 laxar klukkan fimm! Veiði Laxveiðin 2011 - Bráðabirgðatölur Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Ellefu laxar á fyrri vaktinni í Norðurá Veiði Fæðisskylda afnumin eftir 15. júlí í Laxá Veiði
Formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur var meðal þeirra sem ekki fengu úthlutað veiðileyfi í Elliðaánum næsta sumar þegar dregið var úr umsóknum. „Óska eftir degi í Elliðaám, tölvuófétið hafnaði mér," skrifaði Bjarni Júlíusson, tölvunarfræðingur og formaður Stangaveiðifélagsins, inn á Facebook-síðu SVFR eftir dráttinn sem hann sjálfur stýrði á fimmtudaginn. „Ég ætla að gera það að tillögu minni á næsta stjórnarfundi að þessi asni sem forritaði þennan úttdrátt verði rekinn," bætti hann við síðar á léttum nótum. Hópur félagsmanna SVFR fylgist með þegar Bjarni lét tölvu velja úr umsóknum þeirra sem sóttu um veiði fyrir hádegi í júlí næsta sumar í Elliðaánum. Langmesti umsóknarþunginn var á þessar morgunvaktir. Á sumar vaktirnar voru umsóknirnar fimmfalt fleiri en stangirnar sem voru í boði. Fengu því færri en vildu. Hlutir æxluðust þannig að af þeim sem þáðu boð stjórnar SVFR og voru viðstaddir dráttinn fengu fæstir úthlutun. Þótt stemningin að því leyti hefði getað verið betri voru menn þó almennt ánægðir með að þessari aðferð var beitt. Þess utan er ekki öll nótt úti enn fyrir þennan tiltekna júlímorgna-hóp því nú mun árnefnd Elliðaánna taka við að úthluta öllum öðrum vöktum sumarsins. Talsvert mun vera laust á þær vaktir. Þess má geta að tæknileg útfærsla tölvudráttarins var útskýrð fyrir þeim sem voru í salnum að því er segir á vef Stangaveiðifélagsins. „Var það sem hebreska í eyru flestra," segir á svfr.is.
Stangveiði Mest lesið Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði Veiðisýning á Egilsstöðum 3-6. nóvember Veiði Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Elliðaárnar: 20 laxar klukkan fimm! Veiði Laxveiðin 2011 - Bráðabirgðatölur Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Ellefu laxar á fyrri vaktinni í Norðurá Veiði Fæðisskylda afnumin eftir 15. júlí í Laxá Veiði