Íslendingur myndar fyrir Eurowoman og ELLE Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 19. janúar 2013 19:30 Hörður Ingason útskrifaðist úr ljósmyndanámi frá Medieskolerne Viborg í Danmörku fyrir um ári síðan. Síðan þá hefur hann svo sannarlega ekki setið auðum höndum, en meðal verkefna sem hann hefur fengist við eru myndþættir fyrir Eurowoman og Elle.Ein af myndunum sem birtust í Eurowoman.Hörður segir námið hafa hjálpað sér mikið í að komast á góðan stað sem ljósmyndari. Það var þannig byggt upp að hann þurfti að vera á samning hjá ljósmyndara til að komast inn. Hörður fékk samning hjá auglýsingaljósmyndara í Árósum og segir það hafa hjálpað sér mkið. Svo fór hann í skiptinám til New York og aðstoðaði tískuljósmyndarann Kenneth Willardt, en hann myndar mikið fyrir stór merki eins og Maybelline og L'oreal. Að því loknu fór Hörður í starfsnám í Kaupmannahöfn hjá ljósmyndastúdíói sem sérhæfir sig í auglýsingum og tísku.Hluti af myndaseríu sem birtist á hinni virtu tískusíðu Fashion Gone Rouge.Hörður hefur myndað fyrir fjölmörg tískublöð, en þau sem standa upp úr segir hann vera Eurowoman, sem er eitt mest lesna blað í Skandinavíu, Nordic Man, ELLE, Fault Magazine og Carbon Copy.Hörður Ingason.Copenhagen Fur.En hvaða verkefni stendur upp úr?,,Ég er nýkominn heim frá skemmtilegu verkefni fyrir Kopenhagen Fur. Ég ferðaðist til Kína þar sem ég tók myndir fyrir stóran kúnna sem er í samstarfi fyrir Kopenhagen Fur. Ásamt því var ég líka fenginn til að dæma í Kínverskri módelkeppni ". ,,Í febrúar er ég að mynda fyrir nokkur mismunandi blöð. Mig langar líka að komast aftur til New York sem fyrst, svo ætli ég skelli mér ekki bara þangað. Í apríl kemur sería eftir mig í blaði frá NY sem heitir Vestal Magazine. Ég tók myndir af mjög flottu sænsku módeli og var með mjög gott team með mér. Get ekki sagt of mikið, en ég er mjög spenntur fyrir því! ", segir Hörður svo um framhaldið.http://horduringason.com/ Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Hörður Ingason útskrifaðist úr ljósmyndanámi frá Medieskolerne Viborg í Danmörku fyrir um ári síðan. Síðan þá hefur hann svo sannarlega ekki setið auðum höndum, en meðal verkefna sem hann hefur fengist við eru myndþættir fyrir Eurowoman og Elle.Ein af myndunum sem birtust í Eurowoman.Hörður segir námið hafa hjálpað sér mikið í að komast á góðan stað sem ljósmyndari. Það var þannig byggt upp að hann þurfti að vera á samning hjá ljósmyndara til að komast inn. Hörður fékk samning hjá auglýsingaljósmyndara í Árósum og segir það hafa hjálpað sér mkið. Svo fór hann í skiptinám til New York og aðstoðaði tískuljósmyndarann Kenneth Willardt, en hann myndar mikið fyrir stór merki eins og Maybelline og L'oreal. Að því loknu fór Hörður í starfsnám í Kaupmannahöfn hjá ljósmyndastúdíói sem sérhæfir sig í auglýsingum og tísku.Hluti af myndaseríu sem birtist á hinni virtu tískusíðu Fashion Gone Rouge.Hörður hefur myndað fyrir fjölmörg tískublöð, en þau sem standa upp úr segir hann vera Eurowoman, sem er eitt mest lesna blað í Skandinavíu, Nordic Man, ELLE, Fault Magazine og Carbon Copy.Hörður Ingason.Copenhagen Fur.En hvaða verkefni stendur upp úr?,,Ég er nýkominn heim frá skemmtilegu verkefni fyrir Kopenhagen Fur. Ég ferðaðist til Kína þar sem ég tók myndir fyrir stóran kúnna sem er í samstarfi fyrir Kopenhagen Fur. Ásamt því var ég líka fenginn til að dæma í Kínverskri módelkeppni ". ,,Í febrúar er ég að mynda fyrir nokkur mismunandi blöð. Mig langar líka að komast aftur til New York sem fyrst, svo ætli ég skelli mér ekki bara þangað. Í apríl kemur sería eftir mig í blaði frá NY sem heitir Vestal Magazine. Ég tók myndir af mjög flottu sænsku módeli og var með mjög gott team með mér. Get ekki sagt of mikið, en ég er mjög spenntur fyrir því! ", segir Hörður svo um framhaldið.http://horduringason.com/
Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira