Lék yfirmann konu sinnar 2. janúar 2013 10:33 Jóhannes Haukur flottur sem yfirmaður konu sinnar. „Hún gaukaði hinu og þessu að mér," svarar Jóhannes Haukur Jóhannesson sem lék Már Guðmundsson, seðlabankastjóra, með einstaklega eftirminnilegum hætti í áramótaskaupinu. Kona Jóhannesar, Rósa Björk Sveinsdóttir, starfar á hagfræðisviði spádeildar seðlabankans - Már er því yfirmaður hennar. Jóhannes hefur því ekki þurft að leita langt yfir skammt þegar hann tileinkaði sér takta seðlabankastjórans. Persóna Más fékk þó heldur jákvæða yfirhalningu í skaupinu en þar kom hann fyrir sem hvítur riddari réttlætisins þar sem hann barðist meðal annars gegn „ofur- illmenninu" og „vesalingnum" Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja - sem var einnig frábærlega leikinn af Gunnari Hanssyni. Seðlabanki íslands og Samherji hafa tekist harkalega á eftir að fyrrnefnda stofnunin framkvæmdi húsleit hjá Samherja fyrr á árinu. Jóhannes segist þó ekki aðeins hafa fengið góðar upplýsingar um smáatriði í fari Más frá Rósu, heldur hafi hann skoðað seðlabankastjórann vel í fréttum og viðtölum, sem tekin hafa verið við hann í gegnum tíðina. „Ragna Fossberg [förðunarmeistari RÚV innskt. blm.] sá svo eiginlega um rest," segir Jóhannes Haukur og hlær.Jóhannes Haukur segist hafa hulið eyru dóttur sinnar þegar blótsyrðin heyrðust í skaupinu.Jóhannes viðurkennir í samtali við blaðamann að galdurinn felist aðallega í vörunum og drýldnum augnsvipnum. Spurður um viðbrögð svarar Jóhannes því að hann hafi fengið jákvæð viðbrögð við sínu hlutverki. Hann hafi þó tekið eftir því að skaupið sé umdeildara í ár en oft áður. „Mér fannst þetta persónulega mjög gott," segir Jóhannes Haukur og bætir við að hann hafi tekið eftir að almenningur gagnrýnir orðbragð skaupsins sérstaklega - sem var vissulega ekki fagurt á köflum - „en ég hélt bara fyrir eyrun á fjögurra ára dóttur minni þegar slíkt orðbragð var viðhaft," bætir hann við. Spurður hvort stórleikur hans hafi komið konu hans í vandræðum í vinnunni svarar Jóhannes, „Hún er reyndar ekki mætt í vinnuna, en ég efast um að Már bíði eftir henni inni á skrifstofunni." Menning Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Hún gaukaði hinu og þessu að mér," svarar Jóhannes Haukur Jóhannesson sem lék Már Guðmundsson, seðlabankastjóra, með einstaklega eftirminnilegum hætti í áramótaskaupinu. Kona Jóhannesar, Rósa Björk Sveinsdóttir, starfar á hagfræðisviði spádeildar seðlabankans - Már er því yfirmaður hennar. Jóhannes hefur því ekki þurft að leita langt yfir skammt þegar hann tileinkaði sér takta seðlabankastjórans. Persóna Más fékk þó heldur jákvæða yfirhalningu í skaupinu en þar kom hann fyrir sem hvítur riddari réttlætisins þar sem hann barðist meðal annars gegn „ofur- illmenninu" og „vesalingnum" Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja - sem var einnig frábærlega leikinn af Gunnari Hanssyni. Seðlabanki íslands og Samherji hafa tekist harkalega á eftir að fyrrnefnda stofnunin framkvæmdi húsleit hjá Samherja fyrr á árinu. Jóhannes segist þó ekki aðeins hafa fengið góðar upplýsingar um smáatriði í fari Más frá Rósu, heldur hafi hann skoðað seðlabankastjórann vel í fréttum og viðtölum, sem tekin hafa verið við hann í gegnum tíðina. „Ragna Fossberg [förðunarmeistari RÚV innskt. blm.] sá svo eiginlega um rest," segir Jóhannes Haukur og hlær.Jóhannes Haukur segist hafa hulið eyru dóttur sinnar þegar blótsyrðin heyrðust í skaupinu.Jóhannes viðurkennir í samtali við blaðamann að galdurinn felist aðallega í vörunum og drýldnum augnsvipnum. Spurður um viðbrögð svarar Jóhannes því að hann hafi fengið jákvæð viðbrögð við sínu hlutverki. Hann hafi þó tekið eftir því að skaupið sé umdeildara í ár en oft áður. „Mér fannst þetta persónulega mjög gott," segir Jóhannes Haukur og bætir við að hann hafi tekið eftir að almenningur gagnrýnir orðbragð skaupsins sérstaklega - sem var vissulega ekki fagurt á köflum - „en ég hélt bara fyrir eyrun á fjögurra ára dóttur minni þegar slíkt orðbragð var viðhaft," bætir hann við. Spurður hvort stórleikur hans hafi komið konu hans í vandræðum í vinnunni svarar Jóhannes, „Hún er reyndar ekki mætt í vinnuna, en ég efast um að Már bíði eftir henni inni á skrifstofunni."
Menning Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira