SVFR: Færri sækja um Elliðaárnar 2. janúar 2013 16:42 Við Elliðaárósa. Mynd / Trausti Hafliðason Umsóknum um veiðileyfi hjá Stangaveiðifélags Reykjavíkur fækkar um 19 prósent milli ára. Athygli vekur að 10 prósent færri sækja um Elliðaárnar en í fyrra. Þetta kemur fram á vefsíðu félagsins - svfr.is. Félagsmenn í SVFR höfðu frest til 28. desember til þess að sækja um veiðileyfi og ljóst er að talsvert færri sóttu um en vonast hafði verið til eða 19 prósent færri en í fyrra, eins og áður sagði. „Enn á eftir að greina betur eðli umsókna og jafnframt hversu mörg svæði hver og einn sækir um að þessu sinni, en í samanburði á milli ára skal haft í huga að í fyrra var annað mesta umsóknarárið í sögu félagsins," segir á vef SVFR.10 prósent færri sækja um Elliðáarnar Bjarni Júlíusson, formaður SVFR, sagði á fésbókarsíðu félagsins að nokkur samdráttur hefði orðið í umsóknum í Elliðaárnar en eins og flestir vita var umsóknarreglum um Elliðaárnar breytt. Nú gátu allir sótt um og þurfti ekki að nota A-umsóknir til þess að eiga möguleika á að fá úthlutað degi. „Umsóknum um Elliðaár fækkaði aðeins, en þó heldur minna en umsóknum í heild sinni," skrifar Bjarni á fésbókarsíðuna. „Nú sækja 758 um veiðileyfi fyrir hádegi (voru 814 í fyrra) en 242 sækja um veiðileyfi eftir hádegi (voru 342 í fyrra). Samtals sækja þá nákvæmlega 1.000 manns um veiði í Elliðám en voru 1.156 í fyrra."trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Af stórlöxum sumarsins Veiði Sogið fullt af laxi Veiði Lokatalan úr Laxá á Ásum 1006 laxar Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Laxinn mættur í Lýsuna Veiði 22 punda lax úr Þverá í Borgarfirði Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Veiðimenn farnir að kíkja á Skagaheiði Veiði Veiðibúðin við Lækinn skiptir um eigendur Veiði Vatnsmikil saga úr Geirlandsá Veiði
Umsóknum um veiðileyfi hjá Stangaveiðifélags Reykjavíkur fækkar um 19 prósent milli ára. Athygli vekur að 10 prósent færri sækja um Elliðaárnar en í fyrra. Þetta kemur fram á vefsíðu félagsins - svfr.is. Félagsmenn í SVFR höfðu frest til 28. desember til þess að sækja um veiðileyfi og ljóst er að talsvert færri sóttu um en vonast hafði verið til eða 19 prósent færri en í fyrra, eins og áður sagði. „Enn á eftir að greina betur eðli umsókna og jafnframt hversu mörg svæði hver og einn sækir um að þessu sinni, en í samanburði á milli ára skal haft í huga að í fyrra var annað mesta umsóknarárið í sögu félagsins," segir á vef SVFR.10 prósent færri sækja um Elliðáarnar Bjarni Júlíusson, formaður SVFR, sagði á fésbókarsíðu félagsins að nokkur samdráttur hefði orðið í umsóknum í Elliðaárnar en eins og flestir vita var umsóknarreglum um Elliðaárnar breytt. Nú gátu allir sótt um og þurfti ekki að nota A-umsóknir til þess að eiga möguleika á að fá úthlutað degi. „Umsóknum um Elliðaár fækkaði aðeins, en þó heldur minna en umsóknum í heild sinni," skrifar Bjarni á fésbókarsíðuna. „Nú sækja 758 um veiðileyfi fyrir hádegi (voru 814 í fyrra) en 242 sækja um veiðileyfi eftir hádegi (voru 342 í fyrra). Samtals sækja þá nákvæmlega 1.000 manns um veiði í Elliðám en voru 1.156 í fyrra."trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Af stórlöxum sumarsins Veiði Sogið fullt af laxi Veiði Lokatalan úr Laxá á Ásum 1006 laxar Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Laxinn mættur í Lýsuna Veiði 22 punda lax úr Þverá í Borgarfirði Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Veiðimenn farnir að kíkja á Skagaheiði Veiði Veiðibúðin við Lækinn skiptir um eigendur Veiði Vatnsmikil saga úr Geirlandsá Veiði