Tíra í skammdeginu haukur@frettabladid.is skrifar 21. desember 2012 08:00 Alice Olivia Clarke „Ég byrjaði að horfa í kringum mig og sá að enginn var með endurskinsmerki,“ segir Alice Olivia Clarke, sem hefur um nokkuð skeið boðið upp á „ljómandi fylgihluti“ undir vörumerkinu Tíra. „Ég var næstum því búin að keyra á manneskju og fór að hugsa um það í kjölfarið hvað ég gæti gert til þess að gera gangandi vegfarendur sýnilegri í umferðinni. Fullorðna fólkið lætur helst ekki sjá sig með hefðbundin endurskinsmerki.“ Alice flutti hingað til lands frá Kanada fyrir tuttugu árum og viðurkennir að hafa sjálf verið löt við að ganga með glitmerki. Hún hafi því fengið þá hugmynd að hanna eitthvað áberandi og flott fyrir íslenska skammdegið. Fyrir nokkrum árum byrjaði hún að fikra sig áfram og úr urðu handhekluð blóm úr lopa og endurskinsþráðum. Eftirspurnin varð fljótlega mikil og Alice hafði ekki undan við framleiðsluna. Í dag nýtur hún aðstoðar fjölskyldunnar, auk þess sem hún hefur ráðið til sín tvær konur til viðbótar í heklið. „Ég kalla þetta ljómandi fylgihluti vegna þess að þeir koma ekki í stað hefðbundinna endurskinsmerkja heldur eru þeir hugsaðir sem tískuvara sem sést vel í myrkri,“ segir Alice. Hún hefur aukið vöruúrvalið og reynt að höfða meira til karlmanna en áður, en það er hennar tilfinning að fullorðnir karlmenn séu verst sýnilegir allra í myrkrinu. „Stundum finnst mér eins og þeir séu ragari við þetta. Þeir nenna ekki að hengja á sig þessi hefðbundnu og hef ég því reynt að finna eitthvað þægilegt og smart fyrir þá.“ Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Menning Fleiri fréttir Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Sjá meira
„Ég byrjaði að horfa í kringum mig og sá að enginn var með endurskinsmerki,“ segir Alice Olivia Clarke, sem hefur um nokkuð skeið boðið upp á „ljómandi fylgihluti“ undir vörumerkinu Tíra. „Ég var næstum því búin að keyra á manneskju og fór að hugsa um það í kjölfarið hvað ég gæti gert til þess að gera gangandi vegfarendur sýnilegri í umferðinni. Fullorðna fólkið lætur helst ekki sjá sig með hefðbundin endurskinsmerki.“ Alice flutti hingað til lands frá Kanada fyrir tuttugu árum og viðurkennir að hafa sjálf verið löt við að ganga með glitmerki. Hún hafi því fengið þá hugmynd að hanna eitthvað áberandi og flott fyrir íslenska skammdegið. Fyrir nokkrum árum byrjaði hún að fikra sig áfram og úr urðu handhekluð blóm úr lopa og endurskinsþráðum. Eftirspurnin varð fljótlega mikil og Alice hafði ekki undan við framleiðsluna. Í dag nýtur hún aðstoðar fjölskyldunnar, auk þess sem hún hefur ráðið til sín tvær konur til viðbótar í heklið. „Ég kalla þetta ljómandi fylgihluti vegna þess að þeir koma ekki í stað hefðbundinna endurskinsmerkja heldur eru þeir hugsaðir sem tískuvara sem sést vel í myrkri,“ segir Alice. Hún hefur aukið vöruúrvalið og reynt að höfða meira til karlmanna en áður, en það er hennar tilfinning að fullorðnir karlmenn séu verst sýnilegir allra í myrkrinu. „Stundum finnst mér eins og þeir séu ragari við þetta. Þeir nenna ekki að hengja á sig þessi hefðbundnu og hef ég því reynt að finna eitthvað þægilegt og smart fyrir þá.“
Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Menning Fleiri fréttir Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Sjá meira