Bjuggu til athvarf fyrir Erlend 5. desember 2012 07:00 sigurframstillingin Bóksalar í Eymundsson Kringlunni suður bjuggu til athvarf fyrir Erlend, söguhetju Arnaldar Indriðasonar. Bóksalar í Eymundsson Kringlunni suður báru sigur úr býtum í framstillingarkeppni sem var haldin í tilefni af útkomu bókarinnar Reykjavíkurnætur eftir Arnald Indriðason. Þeir fá í sinn hlut gjafabréf upp á eitt hundrað þúsund krónur í Steikhúsinu. „Þetta kom okkur skemmtilega á óvart því það voru margar flottar uppstillingar,“ segir Helga Gréta Kristjánsdóttir, verslunarstjóri í Eymundsson Kringlunni suður. Aðspurð segir hún að mjög skemmtilegt hafi verið að taka þátt í samkeppninni. „Við ákváðum strax að taka þann pól í hæðina að vera ekki með krimmaþema. Okkur grunaði að það yrði allsráðandi. Í staðinn ákváðum við að búa til smá athvarf fyrir Erlend.“ Spurð hvort mikill tími hafi farið í sigurframstillinguna segir Helga Gréta: „Nei, við erum svo dugleg og snögg. Þetta kom bara einn, tveir og þrír. Við erum vön að handfjatla bækur og getum gert alls konar listaverk úr þeim.“ Dómnefndin var skipuð fagfólki í útgáfu-, markaðs- og sölumálum. Í umsögn þeirra um bestu uppstillinguna sagði: „Frábær sviðsetning sem var bæði fagurfræðilega metnaðarfull og sýndi mikið hugvit og innsæi. Bóksalar í Eymundsson Kringlunni suður gengu lengst í að skapa Erlendar-andrúmsloft með hjálp vel valinna leikmuna. Þegar komið var í verslunina leið manni eins og Erlendur hefði setið í stólnum og lagt frá sér kaskeitið og kylfuna um stund. Maður gat næstum fundið fyrir nærveru hans.“ - fb Menning Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Bóksalar í Eymundsson Kringlunni suður báru sigur úr býtum í framstillingarkeppni sem var haldin í tilefni af útkomu bókarinnar Reykjavíkurnætur eftir Arnald Indriðason. Þeir fá í sinn hlut gjafabréf upp á eitt hundrað þúsund krónur í Steikhúsinu. „Þetta kom okkur skemmtilega á óvart því það voru margar flottar uppstillingar,“ segir Helga Gréta Kristjánsdóttir, verslunarstjóri í Eymundsson Kringlunni suður. Aðspurð segir hún að mjög skemmtilegt hafi verið að taka þátt í samkeppninni. „Við ákváðum strax að taka þann pól í hæðina að vera ekki með krimmaþema. Okkur grunaði að það yrði allsráðandi. Í staðinn ákváðum við að búa til smá athvarf fyrir Erlend.“ Spurð hvort mikill tími hafi farið í sigurframstillinguna segir Helga Gréta: „Nei, við erum svo dugleg og snögg. Þetta kom bara einn, tveir og þrír. Við erum vön að handfjatla bækur og getum gert alls konar listaverk úr þeim.“ Dómnefndin var skipuð fagfólki í útgáfu-, markaðs- og sölumálum. Í umsögn þeirra um bestu uppstillinguna sagði: „Frábær sviðsetning sem var bæði fagurfræðilega metnaðarfull og sýndi mikið hugvit og innsæi. Bóksalar í Eymundsson Kringlunni suður gengu lengst í að skapa Erlendar-andrúmsloft með hjálp vel valinna leikmuna. Þegar komið var í verslunina leið manni eins og Erlendur hefði setið í stólnum og lagt frá sér kaskeitið og kylfuna um stund. Maður gat næstum fundið fyrir nærveru hans.“ - fb
Menning Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira