Safnar fyrir gerð nýrrar hryllingsmyndar FB skrifar 27. nóvember 2012 08:00 Söfnun er í fullum gangi á netinu fyrir gerð íslensku ráðgátu- og hryllingsmyndarinnar Ruins. Búið er að safna fyrir hluta af kostnaðinum en fjárhagsáætlun myndarinnar hljóðar upp á 32 milljónir og eiga tökur að hefjast næsta vor. "Við erum með hópsöfnun á síðunni Ruinsthemovie.com þar sem fólk getur styrkt myndina. En helstu styrkirnir koma frá kvikmyndasjóðum og sá fyrsti er kominn frá Evrópu unga fólksins," segir leikstjórinn Vilnius Petrikas. Hann er fæddur í Litháen en fluttist ungur að árum hingað til lands. Hann útskrifaðist úr Kvikmyndaskóla Íslands fyrir tveimur árum og hefur gert yfir fimm stuttmyndir. Ruins er fyrsta mynd Vilnius í fullri lengd. Hún fjallar um fornleifa- og guðfræðinginn Dr. Malphas sem leitar að hinu svokallaða hliði helvítis á Íslandi. Hann ferðast til Vestfjarða ásamt tíu manna hópi fólks sem vill komast í burtu frá stressinu í borginni. Smám saman byrja skrítnir hlutir að gerast sem hafa ófyrirséðar afleiðingar í för með sér. Rúnar Freyr Gíslason leikur einn úr þessum tíu manna hópi, auk þess sem Magnús Ólafsson verður í hlutverki vestfirsks bónda. Hluti myndarinnar verður tekinn upp á Vestfjörðum, og í Surtshelli.Merki myndarinnar. Menning Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Söfnun er í fullum gangi á netinu fyrir gerð íslensku ráðgátu- og hryllingsmyndarinnar Ruins. Búið er að safna fyrir hluta af kostnaðinum en fjárhagsáætlun myndarinnar hljóðar upp á 32 milljónir og eiga tökur að hefjast næsta vor. "Við erum með hópsöfnun á síðunni Ruinsthemovie.com þar sem fólk getur styrkt myndina. En helstu styrkirnir koma frá kvikmyndasjóðum og sá fyrsti er kominn frá Evrópu unga fólksins," segir leikstjórinn Vilnius Petrikas. Hann er fæddur í Litháen en fluttist ungur að árum hingað til lands. Hann útskrifaðist úr Kvikmyndaskóla Íslands fyrir tveimur árum og hefur gert yfir fimm stuttmyndir. Ruins er fyrsta mynd Vilnius í fullri lengd. Hún fjallar um fornleifa- og guðfræðinginn Dr. Malphas sem leitar að hinu svokallaða hliði helvítis á Íslandi. Hann ferðast til Vestfjarða ásamt tíu manna hópi fólks sem vill komast í burtu frá stressinu í borginni. Smám saman byrja skrítnir hlutir að gerast sem hafa ófyrirséðar afleiðingar í för með sér. Rúnar Freyr Gíslason leikur einn úr þessum tíu manna hópi, auk þess sem Magnús Ólafsson verður í hlutverki vestfirsks bónda. Hluti myndarinnar verður tekinn upp á Vestfjörðum, og í Surtshelli.Merki myndarinnar.
Menning Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira