Milljarður í gjaldeyri á Iceland Airwaves Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 24. nóvember 2012 09:00 Erlendum gestum á Iceland Airwaves fjölgaði úr 2.800 árið 2011 í rúmlega 4.000 í ár. Þeir voru meirihluti hátíðargesta í ár. Fréttablaðið/Valli Velta erlendra gesta á Iceland Airwaves í ár var 66 prósentum meiri en á hátíðinni í fyrra. Gestirnir eyddu 800 milljónum króna á höfuðborgarsvæðinu og öðrum 300 milljónum til að komast til landsins. Þá á eftir að reikna ferðir út fyrir höfuðborgarsvæðið, en um 70 prósent gesta sögðust ætla í Bláa lónið og um helmingurinn Gullna hringinn. Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar (ÚTÓN) hefur staðið fyrir könnun á meðal erlendra gesta hátíðarinnar ásamt Iceland Music Export. Ef ferðakostnaður er meðtalinn er heildarvelta gesta tæplega 1,1 milljarður króna. Tómas Young, hjá ÚTÓN, segir að þessa miklu veltuaukningu megi skýra með því að erlendum gestum fjölgaði mikið, eða úr um 2.800 í 4.076 á milli ára. Þeir voru í fyrsta sinn í meirihluta gesta, eða um 54 prósent. Tómas segir það orð hafa loðað við gesti Iceland Airwaves að þeir væru sparsamir. "Það er svo sannarlega ekki þannig. Þeir eru bara að eyða jafn miklu og hinn venjulegi ferðamaður." Hann segir niðurstöðuna mjög ánægjulega. "Hátíðin er mjög arðbær og það er ábyggilega mikið af mjög ánægðum verslunar- og bareigendum þarna úti einhvers staðar, kaffihúsa- og plötubúðaeigendum og svo framvegis. Gestirnir eru að eyða dálitlu af peningum."Áætluð útgjöld hvers erlends Airwaves-gests á höfuðborgarsvæðinu á sólarhring.Líkt og áður segir nær könnunin aðeins til þess hve miklu eytt var á höfuðborgarsvæðinu. Spurt var hve miklum peningum þeir vörðu á síðustu 24 klukkustundum í Reykjavík. Meðalútgjöld voru 29.268 krónur daglega á hvern gest og 27.655 að aðgangseyri frátöldum. Þá nær hún ekki til eyðslu innlendra gesta. "Það er ágætis búbót fyrir hagkerfi Reykjavíkur þessa einu helgi í nóvember, sem annars væri dauð."Tómas Young.visir/vilhelm Fréttir Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Vor í Árborg – Fjögurra daga fjölskylduhátíð Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Sjá meira
Velta erlendra gesta á Iceland Airwaves í ár var 66 prósentum meiri en á hátíðinni í fyrra. Gestirnir eyddu 800 milljónum króna á höfuðborgarsvæðinu og öðrum 300 milljónum til að komast til landsins. Þá á eftir að reikna ferðir út fyrir höfuðborgarsvæðið, en um 70 prósent gesta sögðust ætla í Bláa lónið og um helmingurinn Gullna hringinn. Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar (ÚTÓN) hefur staðið fyrir könnun á meðal erlendra gesta hátíðarinnar ásamt Iceland Music Export. Ef ferðakostnaður er meðtalinn er heildarvelta gesta tæplega 1,1 milljarður króna. Tómas Young, hjá ÚTÓN, segir að þessa miklu veltuaukningu megi skýra með því að erlendum gestum fjölgaði mikið, eða úr um 2.800 í 4.076 á milli ára. Þeir voru í fyrsta sinn í meirihluta gesta, eða um 54 prósent. Tómas segir það orð hafa loðað við gesti Iceland Airwaves að þeir væru sparsamir. "Það er svo sannarlega ekki þannig. Þeir eru bara að eyða jafn miklu og hinn venjulegi ferðamaður." Hann segir niðurstöðuna mjög ánægjulega. "Hátíðin er mjög arðbær og það er ábyggilega mikið af mjög ánægðum verslunar- og bareigendum þarna úti einhvers staðar, kaffihúsa- og plötubúðaeigendum og svo framvegis. Gestirnir eru að eyða dálitlu af peningum."Áætluð útgjöld hvers erlends Airwaves-gests á höfuðborgarsvæðinu á sólarhring.Líkt og áður segir nær könnunin aðeins til þess hve miklu eytt var á höfuðborgarsvæðinu. Spurt var hve miklum peningum þeir vörðu á síðustu 24 klukkustundum í Reykjavík. Meðalútgjöld voru 29.268 krónur daglega á hvern gest og 27.655 að aðgangseyri frátöldum. Þá nær hún ekki til eyðslu innlendra gesta. "Það er ágætis búbót fyrir hagkerfi Reykjavíkur þessa einu helgi í nóvember, sem annars væri dauð."Tómas Young.visir/vilhelm
Fréttir Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Vor í Árborg – Fjögurra daga fjölskylduhátíð Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Sjá meira