Telur að fjöldi barna dvelji ólöglega á Íslandi í dag thorunn@frettabladid.is sunna@frettabladid.is skrifar 23. nóvember 2012 07:00 Nokkur mál koma upp hér á landi á hverju ári þar sem grunur leikur á að fólk sem segist foreldrar barns sé það ekki. Útlendingastofnun leitar ekki sérstaklega að málum sem þessum og grunar að tilvikin séu mun fleiri. „Þau mál sem detta inn á borð til okkar án þess að við séum að leita að þeim segja okkur að við verðum að taka á þessu," segir Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar. „Við sendum tuttugu vottorð úr landi árið 2008 til eins ríkis og það tók tvö og hálft ár að fá niðurstöðu. Þá kom í ljós að helmingur skjalanna var falsaður," segir Kristín. Verið er að leita leiða til að einfalda DNA-rannsóknir vegna vafasams ætternis erlendra barna. Kristín segir að slíkt sé nauðsynlegt vegna mála þar sem grunur vaknar um að blóðtengsl barns og meintra foreldra þess séu ekki til staðar þrátt fyrir skilríki þar um. Eins og staðan er núna kostar blóðrannsókn 190 þúsund krónur og fólkið sem er rannsakað þarf að borga kostnaðinn. „Við erum að skoða hvort það séu aðrar leiðir færar í þessu. Vegna þessa gífurlega kostnaðar og skorts á mannskap þá höfum við ekki gert þessa kröfu, þrátt fyrir ábendingar um að skjöl séu ekki í lagi," segir Kristín. Ef skjöl, sem skilað er inn til Útlendingastofnunar, eru ekki fullnægjandi er börnum sem hingað koma synjað um dvalarleyfi. Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastýra Mannréttindaskrifstofu Íslands, segir nokkur mál hafa komið á borð stofnunarinnar þar sem komið hefur í ljós við komuna hingað til lands að gögn um ættartengsl erlendra barna hafa verið fölsuð. Dæmi eru um að börn hafi leitað til kerfisins vegna misnotkunar af hálfu forráðamanna sinna eftir að hafa dvalið hér á landi í nokkurn tíma. Í þeim tilvikum hafa barnaverndaryfirvöld eða aðrir opinberir aðilar haft afskipti af málunum og komið þeim áfram til Margrétar, bæði í tíð hennar hjá Alþjóðahúsi og svo hjá Mannréttindaskrifstofu. „Í Alþjóðahúsi höfðum við nokkrum sinnum samband við barnaverndaryfirvöld vegna barna í vafasamri stöðu," segir hún. „Svo leitaði fólkið stundum til okkar þegar búið var að koma upp um það, til að reyna að fá hjálp við að halda barninu." Margrét segir aldur barnanna sem koma hingað til lands á fölskum forsendum mismunandi. Yfirleitt séu þau ung, tveggja eða þriggja ára, en sum enn stálpaðri. Hún man eftir þremur til fjórum löndum sem börnin hafa komið frá. Fréttir Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Nokkur mál koma upp hér á landi á hverju ári þar sem grunur leikur á að fólk sem segist foreldrar barns sé það ekki. Útlendingastofnun leitar ekki sérstaklega að málum sem þessum og grunar að tilvikin séu mun fleiri. „Þau mál sem detta inn á borð til okkar án þess að við séum að leita að þeim segja okkur að við verðum að taka á þessu," segir Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar. „Við sendum tuttugu vottorð úr landi árið 2008 til eins ríkis og það tók tvö og hálft ár að fá niðurstöðu. Þá kom í ljós að helmingur skjalanna var falsaður," segir Kristín. Verið er að leita leiða til að einfalda DNA-rannsóknir vegna vafasams ætternis erlendra barna. Kristín segir að slíkt sé nauðsynlegt vegna mála þar sem grunur vaknar um að blóðtengsl barns og meintra foreldra þess séu ekki til staðar þrátt fyrir skilríki þar um. Eins og staðan er núna kostar blóðrannsókn 190 þúsund krónur og fólkið sem er rannsakað þarf að borga kostnaðinn. „Við erum að skoða hvort það séu aðrar leiðir færar í þessu. Vegna þessa gífurlega kostnaðar og skorts á mannskap þá höfum við ekki gert þessa kröfu, þrátt fyrir ábendingar um að skjöl séu ekki í lagi," segir Kristín. Ef skjöl, sem skilað er inn til Útlendingastofnunar, eru ekki fullnægjandi er börnum sem hingað koma synjað um dvalarleyfi. Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastýra Mannréttindaskrifstofu Íslands, segir nokkur mál hafa komið á borð stofnunarinnar þar sem komið hefur í ljós við komuna hingað til lands að gögn um ættartengsl erlendra barna hafa verið fölsuð. Dæmi eru um að börn hafi leitað til kerfisins vegna misnotkunar af hálfu forráðamanna sinna eftir að hafa dvalið hér á landi í nokkurn tíma. Í þeim tilvikum hafa barnaverndaryfirvöld eða aðrir opinberir aðilar haft afskipti af málunum og komið þeim áfram til Margrétar, bæði í tíð hennar hjá Alþjóðahúsi og svo hjá Mannréttindaskrifstofu. „Í Alþjóðahúsi höfðum við nokkrum sinnum samband við barnaverndaryfirvöld vegna barna í vafasamri stöðu," segir hún. „Svo leitaði fólkið stundum til okkar þegar búið var að koma upp um það, til að reyna að fá hjálp við að halda barninu." Margrét segir aldur barnanna sem koma hingað til lands á fölskum forsendum mismunandi. Yfirleitt séu þau ung, tveggja eða þriggja ára, en sum enn stálpaðri. Hún man eftir þremur til fjórum löndum sem börnin hafa komið frá.
Fréttir Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent