Afar myndrænar og lifandi persónur 22. nóvember 2012 06:00 ánægður Sigurjón Sighvatsson er ánægður með að hafa tryggt sér kvikmyndaréttinn á Kulda. fréttablaðið/vilhelm Kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson hefur tryggt sér réttinn á nýrri spennusögu Yrsu Sigurðardóttur, Kulda, sem kom út fyrir helgi. Kuldi er sjálfstæður tryllir í anda bókar Yrsu, Ég man þig, sem Sigurjón hefur þegar keypt réttinn á og fer myndin í tökur á næsta ári. „Kuldi sýnir enn á ný að Yrsa er einstakur höfundur sem hefur tök á lesandanum frá upphafi til enda," segir Sigurjón. „Það andrúmsloft og þær persónur sem hún skapar í bókum sínum henta þar að auki vel kvikmyndaforminu, þar sem sögurnar eru afar myndrænar og persónurnar lifandi. Að mínu mati er Kuldi ef eitthvað er enn sterkari og áhrifameiri bók en Ég man þig og staðfestir að Yrsa er rithöfundur á heimsmælikvarða." Yrsa, sem er á upplestrarferð um Þýskaland, segist himinlifandi með að Sigurjón skuli hafa keypt réttinn á Kulda. Bókin geti ekki verið í betri höndum en hjá honum. Sigurjón hefur framleitt hátt í fimmtíu kvikmyndir og sjónvarpsseríur, aðallega sem sjálfstæður framleiðandi í Hollywood. Kvikmynd hans Wild at Heart í leikstjórn Davids Lynch hlaut Gullpálmann í Cannes á sínum tíma. Meðal leikara sem hann hefur unnið með eru Harrison Ford, Robert DeNiro, Jeff Bridges, Tim Robbins, Nicholas Cage, Natalie Portman og Toby Maguire. -fb Fréttir Menning Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson hefur tryggt sér réttinn á nýrri spennusögu Yrsu Sigurðardóttur, Kulda, sem kom út fyrir helgi. Kuldi er sjálfstæður tryllir í anda bókar Yrsu, Ég man þig, sem Sigurjón hefur þegar keypt réttinn á og fer myndin í tökur á næsta ári. „Kuldi sýnir enn á ný að Yrsa er einstakur höfundur sem hefur tök á lesandanum frá upphafi til enda," segir Sigurjón. „Það andrúmsloft og þær persónur sem hún skapar í bókum sínum henta þar að auki vel kvikmyndaforminu, þar sem sögurnar eru afar myndrænar og persónurnar lifandi. Að mínu mati er Kuldi ef eitthvað er enn sterkari og áhrifameiri bók en Ég man þig og staðfestir að Yrsa er rithöfundur á heimsmælikvarða." Yrsa, sem er á upplestrarferð um Þýskaland, segist himinlifandi með að Sigurjón skuli hafa keypt réttinn á Kulda. Bókin geti ekki verið í betri höndum en hjá honum. Sigurjón hefur framleitt hátt í fimmtíu kvikmyndir og sjónvarpsseríur, aðallega sem sjálfstæður framleiðandi í Hollywood. Kvikmynd hans Wild at Heart í leikstjórn Davids Lynch hlaut Gullpálmann í Cannes á sínum tíma. Meðal leikara sem hann hefur unnið með eru Harrison Ford, Robert DeNiro, Jeff Bridges, Tim Robbins, Nicholas Cage, Natalie Portman og Toby Maguire. -fb
Fréttir Menning Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira