Messi á stanslausri uppleið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2012 07:30 Nordic Photos / Getty Images Þau ætla að vera fá markametin sem lifa af atlögu Argentínumannsins Lionels Messi, sem er enn eitt tímabilið að bæta frábæra markatölfræði sína. Hvort sem þeir heita Pele, Alfredo Di Stefano, Gerd Müller eða Diego Maradona þá hafa þeir ekki roð við litla og hógværa snillingnum sem hefur gerbreytt viðmiðum okkar um hinn fullkomna fótboltamann. Lionel Messi skoraði tvö mörk á þriðjudagskvöld þegar Barcelona tryggði sér sæti í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar með 3-0 sigri á Spartak í Moskvu. Hann var að skora tvennu í þriðja Barcelona-leiknum í röð og það þykir varla merkilegt lengur ef hann skorar, því tvö mörk eru eiginlega orðin lágmarkið hjá þessum magnaða leikmanni. Messi hefur nú spilað 19 leiki með Barcelona á tímabilinu, skoraði tvennu í níu þeirra og þrennu í þeim tíunda. Honum hefur aðeins mistekist að skora í sex leikjum á leiktíðinni en hefur lagt upp mark í þeim öllum nema tveimur. Fyrir vikið þykir það oft meiri frétt en þegar hann skorar mark. Messi er þarna fórnarlamb eigin velgengni og meðfylgjandi línurit sýnir þessa þróun svart á hvítu. Hann hefur hækkað sig á hverju ári og virðist ekkert ætla að slaka á. Messi var nýorðinn 21 árs þegar Pep Guardiola tók við liðinu og var þá þegar búinn að spila með aðalliði Barcelona í þrjú ár. Guardiola tók hann hins vegar út úr skugga „stóru" nafnanna og ákvað að leikur liðsins skyldi snúast um Messi, sem jafnframt var kominn framar á völlinn. Það var ekki að sökum að spyrja, Messi blómstraði og hjálpaði Barca að vinna alla titlana á fyrsta tímabili Guardiola. Messi fór frá því að skora 0,4 mörk í leik (16 mörk í 40 leikjum) í það að skora 0,75 mörk að meðaltali í hverjum leik (38 mörk í 51 leik). Síðan hefur Messi bætt við meðalskor sitt á hverju tímabili og hann virðist alltaf vera að bæta met eða nálgast met. Þau verða nú fljótlega ekki mörg eftir. Hann skoraði í fyrsta sinn yfir mark að meðaltali í leik á síðasta tímabili og er að gera enn betur í vetur. Stóra spurningin nú er hvenær þessi ótrúlega markakúrfa Messi nær hámarkinu. Messi er ekki nema 25 ára og á því eftir að bæta við hæfileika sína sem knattspyrnumaður í mörg ár enn. Spænski boltinn Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Þau ætla að vera fá markametin sem lifa af atlögu Argentínumannsins Lionels Messi, sem er enn eitt tímabilið að bæta frábæra markatölfræði sína. Hvort sem þeir heita Pele, Alfredo Di Stefano, Gerd Müller eða Diego Maradona þá hafa þeir ekki roð við litla og hógværa snillingnum sem hefur gerbreytt viðmiðum okkar um hinn fullkomna fótboltamann. Lionel Messi skoraði tvö mörk á þriðjudagskvöld þegar Barcelona tryggði sér sæti í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar með 3-0 sigri á Spartak í Moskvu. Hann var að skora tvennu í þriðja Barcelona-leiknum í röð og það þykir varla merkilegt lengur ef hann skorar, því tvö mörk eru eiginlega orðin lágmarkið hjá þessum magnaða leikmanni. Messi hefur nú spilað 19 leiki með Barcelona á tímabilinu, skoraði tvennu í níu þeirra og þrennu í þeim tíunda. Honum hefur aðeins mistekist að skora í sex leikjum á leiktíðinni en hefur lagt upp mark í þeim öllum nema tveimur. Fyrir vikið þykir það oft meiri frétt en þegar hann skorar mark. Messi er þarna fórnarlamb eigin velgengni og meðfylgjandi línurit sýnir þessa þróun svart á hvítu. Hann hefur hækkað sig á hverju ári og virðist ekkert ætla að slaka á. Messi var nýorðinn 21 árs þegar Pep Guardiola tók við liðinu og var þá þegar búinn að spila með aðalliði Barcelona í þrjú ár. Guardiola tók hann hins vegar út úr skugga „stóru" nafnanna og ákvað að leikur liðsins skyldi snúast um Messi, sem jafnframt var kominn framar á völlinn. Það var ekki að sökum að spyrja, Messi blómstraði og hjálpaði Barca að vinna alla titlana á fyrsta tímabili Guardiola. Messi fór frá því að skora 0,4 mörk í leik (16 mörk í 40 leikjum) í það að skora 0,75 mörk að meðaltali í hverjum leik (38 mörk í 51 leik). Síðan hefur Messi bætt við meðalskor sitt á hverju tímabili og hann virðist alltaf vera að bæta met eða nálgast met. Þau verða nú fljótlega ekki mörg eftir. Hann skoraði í fyrsta sinn yfir mark að meðaltali í leik á síðasta tímabili og er að gera enn betur í vetur. Stóra spurningin nú er hvenær þessi ótrúlega markakúrfa Messi nær hámarkinu. Messi er ekki nema 25 ára og á því eftir að bæta við hæfileika sína sem knattspyrnumaður í mörg ár enn.
Spænski boltinn Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti