Þúsundir gætu keppt í Járnkarli á Suðurlandi gar@frettabladid.is skrifar 21. nóvember 2012 06:00 Laugarvatn Talsmaður Ironman athugar nú möguleika á því að gera Laugarvatn að miðpunkti fyrir slíka þríþrautarkeppni á Íslandi. Vísir World Triathlon Corporation í Flórída sem staðið hefur fyrir þríþrautarkeppninni Ironman í 34 ár hefur hug á að efna til slíkrar keppni á Íslandi. „Ironman Iceland væri fyrir okkur nýr, einstakur og spennandi möguleiki," segir Sigurður Á. Martinsson í erindi sem hann sendir á vegum erlenda fyrirtækisins til sveitarstjórna í uppsveitum Árnessýslu. Segir hann Ironmenn og -konur hafa áhuga á að keppa í norrænu umhverfi. Samkvæmt hugmyndinni sem Sigurður kynnir á að synda 3,8 kílómetra í Laugarvatni, hjóla 180 kílómetra þaðan til Hveragerðis og til baka og hlaupa maraþon yfir að Þingvallavatni og til baka á Laugarvatn. Sigurður telur mikið verðmæti felast í keppnishaldinu fyrir heimamenn. „Þríþrautarkeppendur eru gjarnan „high net-worth" einstaklingar sem ferðast mikið. Vel heppnuð þríþrautarkeppni leiðir oft til endurkomu keppenda í mörg ár," segir Sigurður í erindinu og bendir á að fjöldi keppenda geti orðið allt að fimm þúsund konur og karlar. „Flestir Ironman-keppendur eru í landinu þar sem keppnin er haldin í að minnsta kosti viku og oft töluvert lengur og hafa gjarnan með sér vini og vandamenn." Þá segir Sigurður að um sé að ræða markaðssetningu á Íslandi á heimsvísu, meðal annars með áherslu á stórbrotna náttúrufegurð og heilbrigða og hrausta þjóð. Byggðaráð Bláskógabyggðar segir verkefnið spennandi og lýsir sig reiðubúið til viðræðna við skipuleggjendur keppninnar. Sveitarstjórn Grímsness- og Grafningshrepps kveðst sömuleiðis jákvæð. Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri í Bláskógabyggð, segir boltann nú hjá keppnishöldurunum. „Þetta er auðvitað stór og mikill viðburður erlendis. Alla svona viðburði, sem geta auðgað samfélagið hér, erum við að sjálfsögðu tilbúin að ræða," segir Valtýr. Helga Árnadóttir tók þátt í Ironman í Kaupmannahöfn ásamt eiginmanni sínum árið 2010. Hún kveðst afar jákvæð gagnvart því að keppnin fari fram á Íslandi. „Það eru margir Íslendingar sem hafa áhuga á að taka þátt en það eru kostir og gallar. Veðrið getur sett strik í reikninginn," segir Helga, sem líst vel á Laugarvatn fyrir keppnina. „Að synda í vatni eða sjó er oft ekki einfalt en ég held að Laugarvatn geti verið heppilegt því það er ekki svo kalt, sérstaklega ef það er keppt um hásumar." Fréttir Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira
World Triathlon Corporation í Flórída sem staðið hefur fyrir þríþrautarkeppninni Ironman í 34 ár hefur hug á að efna til slíkrar keppni á Íslandi. „Ironman Iceland væri fyrir okkur nýr, einstakur og spennandi möguleiki," segir Sigurður Á. Martinsson í erindi sem hann sendir á vegum erlenda fyrirtækisins til sveitarstjórna í uppsveitum Árnessýslu. Segir hann Ironmenn og -konur hafa áhuga á að keppa í norrænu umhverfi. Samkvæmt hugmyndinni sem Sigurður kynnir á að synda 3,8 kílómetra í Laugarvatni, hjóla 180 kílómetra þaðan til Hveragerðis og til baka og hlaupa maraþon yfir að Þingvallavatni og til baka á Laugarvatn. Sigurður telur mikið verðmæti felast í keppnishaldinu fyrir heimamenn. „Þríþrautarkeppendur eru gjarnan „high net-worth" einstaklingar sem ferðast mikið. Vel heppnuð þríþrautarkeppni leiðir oft til endurkomu keppenda í mörg ár," segir Sigurður í erindinu og bendir á að fjöldi keppenda geti orðið allt að fimm þúsund konur og karlar. „Flestir Ironman-keppendur eru í landinu þar sem keppnin er haldin í að minnsta kosti viku og oft töluvert lengur og hafa gjarnan með sér vini og vandamenn." Þá segir Sigurður að um sé að ræða markaðssetningu á Íslandi á heimsvísu, meðal annars með áherslu á stórbrotna náttúrufegurð og heilbrigða og hrausta þjóð. Byggðaráð Bláskógabyggðar segir verkefnið spennandi og lýsir sig reiðubúið til viðræðna við skipuleggjendur keppninnar. Sveitarstjórn Grímsness- og Grafningshrepps kveðst sömuleiðis jákvæð. Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri í Bláskógabyggð, segir boltann nú hjá keppnishöldurunum. „Þetta er auðvitað stór og mikill viðburður erlendis. Alla svona viðburði, sem geta auðgað samfélagið hér, erum við að sjálfsögðu tilbúin að ræða," segir Valtýr. Helga Árnadóttir tók þátt í Ironman í Kaupmannahöfn ásamt eiginmanni sínum árið 2010. Hún kveðst afar jákvæð gagnvart því að keppnin fari fram á Íslandi. „Það eru margir Íslendingar sem hafa áhuga á að taka þátt en það eru kostir og gallar. Veðrið getur sett strik í reikninginn," segir Helga, sem líst vel á Laugarvatn fyrir keppnina. „Að synda í vatni eða sjó er oft ekki einfalt en ég held að Laugarvatn geti verið heppilegt því það er ekki svo kalt, sérstaklega ef það er keppt um hásumar."
Fréttir Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira