Orðar bann á almenn lán hjá lífeyrissjóðum kóp skrifar 20. nóvember 2012 06:00 Björn Valur Gíslason Björn Valur Gíslason, formaður fjárlaganefndar, segir að lífeyrissjóðir hafi ekki viljað taka þátt í því að bregðast við efnahagshruninu, hvorki með niðurfellingu skulda né fjárfestingum. Hann segir að þeir skáki í skjóli lánsveða sem séu trygg og vilji því lítið sem ekkert gera. Björn Valur segir að tímabært sé að íhuga breytingar á lögum um lífeyrissjóði, leysist ekki úr málunum. Ekki sé hægt að breyta lögum afturvirkt en huga þurfi að framtíðinni. „Við getum sagt við þá: nú eruð þið að lána einstaklingum til langs tíma, 20, 30, 40 ár. Það er langur tími, það er hálf mannsævi og það getur ýmislegt gerst, eins og dæmin sanna. Dæmin sanna líka að þið eruð ekki tilbúnir til að taka mikinn þátt í því ef eitthvað gerist." Björn Valur vill skoða tvennt. Íhuga þurfi hvort skuldbinda eigi lífeyrissjóðina til að leggja í varasjóð til að bregðast við áföllum. Flestir lánveitendur geri það, en ekki lífeyrissjóðirnir þar sem þeir láni fyrst og fremst út á veð hjá lántakendum. „Hitt væri kannski það sem er auðvitað róttækt að gera, en maður spyr sig í ljósi reynslunnar hvort það sé kannski nauðsynlegt, það er að segja að lífeyrissjóðunum verði hreinlega óheimilt að vera á lánamarkaði til einstaklinga." Séu lífeyrissjóðirnir ekki tilbúnir til þess að bera sömu samfélagslegu ábyrgð gagnvart lántakendum og krafa er gerð um til ríkisins og jafnvel bankanna verði að skoða þetta. „Ef þú vilt þetta ekki þá er bara spurning, ágæti lífeyrissjóður, hvort þú eigir ekki bara að taka þátt í skuldabréfakaupum og gjaldeyriskaupum og slíku, en ekki vera að offra sjóðfélögum með persónulegum lánveitingum." Björn segir að reynt hafi verið að fá lífeyrissjóðina til að taka þátt í ýmsum stórum fjárfestingum, en þeir einatt skorast undan. Þeir vilji hærri vexti en ríkið geti borgað eða sjálft fengið erlendis. Þannig haldi þeir uppi vaxtastigi. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að málefni lífeyrissjóðanna verði rædd á fundi ríkisstjórnarinnar í dag. Raddir um einhvers konar lagasetningu séu orðnar háværari.- Fréttir Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Sjá meira
Björn Valur Gíslason, formaður fjárlaganefndar, segir að lífeyrissjóðir hafi ekki viljað taka þátt í því að bregðast við efnahagshruninu, hvorki með niðurfellingu skulda né fjárfestingum. Hann segir að þeir skáki í skjóli lánsveða sem séu trygg og vilji því lítið sem ekkert gera. Björn Valur segir að tímabært sé að íhuga breytingar á lögum um lífeyrissjóði, leysist ekki úr málunum. Ekki sé hægt að breyta lögum afturvirkt en huga þurfi að framtíðinni. „Við getum sagt við þá: nú eruð þið að lána einstaklingum til langs tíma, 20, 30, 40 ár. Það er langur tími, það er hálf mannsævi og það getur ýmislegt gerst, eins og dæmin sanna. Dæmin sanna líka að þið eruð ekki tilbúnir til að taka mikinn þátt í því ef eitthvað gerist." Björn Valur vill skoða tvennt. Íhuga þurfi hvort skuldbinda eigi lífeyrissjóðina til að leggja í varasjóð til að bregðast við áföllum. Flestir lánveitendur geri það, en ekki lífeyrissjóðirnir þar sem þeir láni fyrst og fremst út á veð hjá lántakendum. „Hitt væri kannski það sem er auðvitað róttækt að gera, en maður spyr sig í ljósi reynslunnar hvort það sé kannski nauðsynlegt, það er að segja að lífeyrissjóðunum verði hreinlega óheimilt að vera á lánamarkaði til einstaklinga." Séu lífeyrissjóðirnir ekki tilbúnir til þess að bera sömu samfélagslegu ábyrgð gagnvart lántakendum og krafa er gerð um til ríkisins og jafnvel bankanna verði að skoða þetta. „Ef þú vilt þetta ekki þá er bara spurning, ágæti lífeyrissjóður, hvort þú eigir ekki bara að taka þátt í skuldabréfakaupum og gjaldeyriskaupum og slíku, en ekki vera að offra sjóðfélögum með persónulegum lánveitingum." Björn segir að reynt hafi verið að fá lífeyrissjóðina til að taka þátt í ýmsum stórum fjárfestingum, en þeir einatt skorast undan. Þeir vilji hærri vexti en ríkið geti borgað eða sjálft fengið erlendis. Þannig haldi þeir uppi vaxtastigi. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að málefni lífeyrissjóðanna verði rædd á fundi ríkisstjórnarinnar í dag. Raddir um einhvers konar lagasetningu séu orðnar háværari.-
Fréttir Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Sjá meira