Ástin, fortíðin, pólitíkin og allt hitt á Bókamessu 16. nóvember 2012 00:01 Segir Bókamessuna í Ráðhúsinu skipulagða með það fyrir augum að allir finni eitthvað við sitt hæfi, enda komi út bækur um allt milli himins og jarðar. Fréttablaðið/Vilhelm „Markmiðið er fyrst og fremst að sýna fram á þá gróskumiklu og breiðu flóru sem íslensk bókaútgáfa býður upp á," segir Kristín Viðarsdóttir verkefnisstjóri um bókamessu sem Félag íslenskra bókaútgefenda og Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO í Ráðhúsi Reykjavíkur á laugardag og sunnudag. Þetta er í annað sinn sem slík bókamessa er haldin; í fyrra fór hún fram í Ráðhúsinu og Iðnó en að þessu sinni var ákveðið að hafa alla dagskrána á einum stað. Á messunni gefst bókaunnendum færi á að kynna sér það sem í boði er á útgáfulistum forlaganna, spjalla við höfunda, hlýða á upplestra og margt fleira. Þrjár pallborðsumræður eru meðal annars á dagskrá. Á laugardag ræðir Eiríkur Guðmundsson við fjóra rithöfunda í spjall um nýjar skáldsögur þeirra, þær Auði Övu Ólafsdóttur, Kristínu Ómarsdóttur, Sigurbjörgu Þrastardóttur og Steinunni Sigurðardóttur, þar sem sjónum er beint að ástinni í verkum þeirra. Á sunnudag stýrir Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, umræðum um nokkrar skáldsögur sem tengjast sögu eða sagnaarfi okkar Íslendinga. Hún fær til liðs við sig Einar Kárason, Eyrúnu Ingadóttur, Kristínu Steinsdóttur, Pétur Gunnarsson og Vilborgu Davíðsdóttur. Sama dag ræðir Guðni Th. Jóhannesson við þá Styrmi Gunnarsson og Svavar Gestsson um nýjar bækur þeirra í sal borgarstjórnar en þetta kvað vera í fyrsta sinn sem boðið er upp á dagskrá af þessum toga þar. Fjölmargir aðrir viðburðir eru á dagskrá fyrir fullorðna og börn og segir Kristín að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Nánari upplýsingar má á heimasíðunni bokmenntaborgin.is Menning Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Markmiðið er fyrst og fremst að sýna fram á þá gróskumiklu og breiðu flóru sem íslensk bókaútgáfa býður upp á," segir Kristín Viðarsdóttir verkefnisstjóri um bókamessu sem Félag íslenskra bókaútgefenda og Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO í Ráðhúsi Reykjavíkur á laugardag og sunnudag. Þetta er í annað sinn sem slík bókamessa er haldin; í fyrra fór hún fram í Ráðhúsinu og Iðnó en að þessu sinni var ákveðið að hafa alla dagskrána á einum stað. Á messunni gefst bókaunnendum færi á að kynna sér það sem í boði er á útgáfulistum forlaganna, spjalla við höfunda, hlýða á upplestra og margt fleira. Þrjár pallborðsumræður eru meðal annars á dagskrá. Á laugardag ræðir Eiríkur Guðmundsson við fjóra rithöfunda í spjall um nýjar skáldsögur þeirra, þær Auði Övu Ólafsdóttur, Kristínu Ómarsdóttur, Sigurbjörgu Þrastardóttur og Steinunni Sigurðardóttur, þar sem sjónum er beint að ástinni í verkum þeirra. Á sunnudag stýrir Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, umræðum um nokkrar skáldsögur sem tengjast sögu eða sagnaarfi okkar Íslendinga. Hún fær til liðs við sig Einar Kárason, Eyrúnu Ingadóttur, Kristínu Steinsdóttur, Pétur Gunnarsson og Vilborgu Davíðsdóttur. Sama dag ræðir Guðni Th. Jóhannesson við þá Styrmi Gunnarsson og Svavar Gestsson um nýjar bækur þeirra í sal borgarstjórnar en þetta kvað vera í fyrsta sinn sem boðið er upp á dagskrá af þessum toga þar. Fjölmargir aðrir viðburðir eru á dagskrá fyrir fullorðna og börn og segir Kristín að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Nánari upplýsingar má á heimasíðunni bokmenntaborgin.is
Menning Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira