Mun meiri möguleikar heldur en síðast Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2012 08:00 Stelpurnar fagna hér sigri á Úkraínu í umspilinu. Mynd/Nordic Photos/Getty Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta lenti í riðli með tveimur góðkunningjum þegar dregið var í gær í riðla í úrslitakeppni Evrópumótsins í Svíþjóð. Ísland er með Þýskalandi og Noregi í riðli annað stórmótið í röð, en þessar þrjár þjóðir voru líka saman í riðli á EM 2009. Íslensku stelpurnar voru í riðli með Noregi í undankeppninni fyrir EM 2013 og mæta Norðmönnum líka í fyrsta leik sínum í úrslitakeppninni. Þjóðirnar mætast í Kalmar 11. júlí. Ísland mætir síðan Þýskalandi í Växjö 14. júlí í öðrum leik sínum í keppninni og lokaleikur liðsins verður einnig í Växjö, þegar liðið spilar við Holland 17. júlí. „Mér finnst allir riðlarnir vera svipað sterkir. Ég veit ekki hvort það hefði verið betra að vera í einhverjum öðrum riðli," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari landsliðsins. „Þetta er rosalega spennandi verkefni, við hlökkum bara til og ég held að við eigum fullt af möguleikum í þessum riðli," sagði Sigurður Ragnar um riðilinn. „Þýskaland verður náttúrulega mjög erfitt því það er hörkulið sem vinnur þessa keppni yfirleitt. Við eigum samt einhverja möguleika á móti Þjóðverjum og það er gaman að fá að mæta svona sterku liði," sagði Sigurður Ragnar um Evrópumeistara Þjóðverja, sem hafa farið heim með gull á síðustu fimm Evrópumótum. „Við eigum fína möguleika á móti bæði Hollandi og Noregi. Við erum búin að spila við þessar þjóðir undanfarin ár og það hafa verið jafnir leikir. Við erum lið sem getur unnið þessi lið á góðum degi," sagði Sigurður Ragnar. Íslenska liðið er nú að fara að keppa á sínu öðru stórmóti, en liðið tapaði öllum þremur leikjum sínum á EM í Finnlandi 2009. „Mér líður aðeins öðruvísi að fara inn í þetta mót en síðast. Þá var allt nýtt og við lærðum heilmikið á þeirri keppni. Núna finnst okkur liðið okkar sterkara en áður og við eigum mun meiri möguleika í þessum riðli heldur en síðast," sagði Sigurður Ragnar, sem fer nú í það að skipuleggja síðustu mánuðina fyrir mótið. „Nú fer undirbúningurinn á fullt, við finnum okkur vináttuleiki og skipuleggjum næsta landsliðsár. Ég ætla að kalla saman stóran hóp milli jóla og nýárs með leikmönnum sem ég tel að eigi góða möguleika á því að komast í lokakeppnishópinn," sagði Sigurður Ragnar, sem vill spila fullt af vináttuleikjum fram að mótinu í júlí. „Við vitum að við tökum þátt í Algarve-bikarnum og það verða fjórir leikir í mars. Við erum að skoða að spila heima í Kórnum í febrúar en það er ekki orðið ljóst á móti hverjum. Í júní eru þrjár dagsetningar þar sem er möguleiki á því að spila leiki og vonandi getum við spilað á þeim öllum," sagði Sigurður Ragnar. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta lenti í riðli með tveimur góðkunningjum þegar dregið var í gær í riðla í úrslitakeppni Evrópumótsins í Svíþjóð. Ísland er með Þýskalandi og Noregi í riðli annað stórmótið í röð, en þessar þrjár þjóðir voru líka saman í riðli á EM 2009. Íslensku stelpurnar voru í riðli með Noregi í undankeppninni fyrir EM 2013 og mæta Norðmönnum líka í fyrsta leik sínum í úrslitakeppninni. Þjóðirnar mætast í Kalmar 11. júlí. Ísland mætir síðan Þýskalandi í Växjö 14. júlí í öðrum leik sínum í keppninni og lokaleikur liðsins verður einnig í Växjö, þegar liðið spilar við Holland 17. júlí. „Mér finnst allir riðlarnir vera svipað sterkir. Ég veit ekki hvort það hefði verið betra að vera í einhverjum öðrum riðli," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari landsliðsins. „Þetta er rosalega spennandi verkefni, við hlökkum bara til og ég held að við eigum fullt af möguleikum í þessum riðli," sagði Sigurður Ragnar um riðilinn. „Þýskaland verður náttúrulega mjög erfitt því það er hörkulið sem vinnur þessa keppni yfirleitt. Við eigum samt einhverja möguleika á móti Þjóðverjum og það er gaman að fá að mæta svona sterku liði," sagði Sigurður Ragnar um Evrópumeistara Þjóðverja, sem hafa farið heim með gull á síðustu fimm Evrópumótum. „Við eigum fína möguleika á móti bæði Hollandi og Noregi. Við erum búin að spila við þessar þjóðir undanfarin ár og það hafa verið jafnir leikir. Við erum lið sem getur unnið þessi lið á góðum degi," sagði Sigurður Ragnar. Íslenska liðið er nú að fara að keppa á sínu öðru stórmóti, en liðið tapaði öllum þremur leikjum sínum á EM í Finnlandi 2009. „Mér líður aðeins öðruvísi að fara inn í þetta mót en síðast. Þá var allt nýtt og við lærðum heilmikið á þeirri keppni. Núna finnst okkur liðið okkar sterkara en áður og við eigum mun meiri möguleika í þessum riðli heldur en síðast," sagði Sigurður Ragnar, sem fer nú í það að skipuleggja síðustu mánuðina fyrir mótið. „Nú fer undirbúningurinn á fullt, við finnum okkur vináttuleiki og skipuleggjum næsta landsliðsár. Ég ætla að kalla saman stóran hóp milli jóla og nýárs með leikmönnum sem ég tel að eigi góða möguleika á því að komast í lokakeppnishópinn," sagði Sigurður Ragnar, sem vill spila fullt af vináttuleikjum fram að mótinu í júlí. „Við vitum að við tökum þátt í Algarve-bikarnum og það verða fjórir leikir í mars. Við erum að skoða að spila heima í Kórnum í febrúar en það er ekki orðið ljóst á móti hverjum. Í júní eru þrjár dagsetningar þar sem er möguleiki á því að spila leiki og vonandi getum við spilað á þeim öllum," sagði Sigurður Ragnar.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Sjá meira