Mun meiri möguleikar heldur en síðast Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2012 08:00 Stelpurnar fagna hér sigri á Úkraínu í umspilinu. Mynd/Nordic Photos/Getty Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta lenti í riðli með tveimur góðkunningjum þegar dregið var í gær í riðla í úrslitakeppni Evrópumótsins í Svíþjóð. Ísland er með Þýskalandi og Noregi í riðli annað stórmótið í röð, en þessar þrjár þjóðir voru líka saman í riðli á EM 2009. Íslensku stelpurnar voru í riðli með Noregi í undankeppninni fyrir EM 2013 og mæta Norðmönnum líka í fyrsta leik sínum í úrslitakeppninni. Þjóðirnar mætast í Kalmar 11. júlí. Ísland mætir síðan Þýskalandi í Växjö 14. júlí í öðrum leik sínum í keppninni og lokaleikur liðsins verður einnig í Växjö, þegar liðið spilar við Holland 17. júlí. „Mér finnst allir riðlarnir vera svipað sterkir. Ég veit ekki hvort það hefði verið betra að vera í einhverjum öðrum riðli," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari landsliðsins. „Þetta er rosalega spennandi verkefni, við hlökkum bara til og ég held að við eigum fullt af möguleikum í þessum riðli," sagði Sigurður Ragnar um riðilinn. „Þýskaland verður náttúrulega mjög erfitt því það er hörkulið sem vinnur þessa keppni yfirleitt. Við eigum samt einhverja möguleika á móti Þjóðverjum og það er gaman að fá að mæta svona sterku liði," sagði Sigurður Ragnar um Evrópumeistara Þjóðverja, sem hafa farið heim með gull á síðustu fimm Evrópumótum. „Við eigum fína möguleika á móti bæði Hollandi og Noregi. Við erum búin að spila við þessar þjóðir undanfarin ár og það hafa verið jafnir leikir. Við erum lið sem getur unnið þessi lið á góðum degi," sagði Sigurður Ragnar. Íslenska liðið er nú að fara að keppa á sínu öðru stórmóti, en liðið tapaði öllum þremur leikjum sínum á EM í Finnlandi 2009. „Mér líður aðeins öðruvísi að fara inn í þetta mót en síðast. Þá var allt nýtt og við lærðum heilmikið á þeirri keppni. Núna finnst okkur liðið okkar sterkara en áður og við eigum mun meiri möguleika í þessum riðli heldur en síðast," sagði Sigurður Ragnar, sem fer nú í það að skipuleggja síðustu mánuðina fyrir mótið. „Nú fer undirbúningurinn á fullt, við finnum okkur vináttuleiki og skipuleggjum næsta landsliðsár. Ég ætla að kalla saman stóran hóp milli jóla og nýárs með leikmönnum sem ég tel að eigi góða möguleika á því að komast í lokakeppnishópinn," sagði Sigurður Ragnar, sem vill spila fullt af vináttuleikjum fram að mótinu í júlí. „Við vitum að við tökum þátt í Algarve-bikarnum og það verða fjórir leikir í mars. Við erum að skoða að spila heima í Kórnum í febrúar en það er ekki orðið ljóst á móti hverjum. Í júní eru þrjár dagsetningar þar sem er möguleiki á því að spila leiki og vonandi getum við spilað á þeim öllum," sagði Sigurður Ragnar. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta lenti í riðli með tveimur góðkunningjum þegar dregið var í gær í riðla í úrslitakeppni Evrópumótsins í Svíþjóð. Ísland er með Þýskalandi og Noregi í riðli annað stórmótið í röð, en þessar þrjár þjóðir voru líka saman í riðli á EM 2009. Íslensku stelpurnar voru í riðli með Noregi í undankeppninni fyrir EM 2013 og mæta Norðmönnum líka í fyrsta leik sínum í úrslitakeppninni. Þjóðirnar mætast í Kalmar 11. júlí. Ísland mætir síðan Þýskalandi í Växjö 14. júlí í öðrum leik sínum í keppninni og lokaleikur liðsins verður einnig í Växjö, þegar liðið spilar við Holland 17. júlí. „Mér finnst allir riðlarnir vera svipað sterkir. Ég veit ekki hvort það hefði verið betra að vera í einhverjum öðrum riðli," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari landsliðsins. „Þetta er rosalega spennandi verkefni, við hlökkum bara til og ég held að við eigum fullt af möguleikum í þessum riðli," sagði Sigurður Ragnar um riðilinn. „Þýskaland verður náttúrulega mjög erfitt því það er hörkulið sem vinnur þessa keppni yfirleitt. Við eigum samt einhverja möguleika á móti Þjóðverjum og það er gaman að fá að mæta svona sterku liði," sagði Sigurður Ragnar um Evrópumeistara Þjóðverja, sem hafa farið heim með gull á síðustu fimm Evrópumótum. „Við eigum fína möguleika á móti bæði Hollandi og Noregi. Við erum búin að spila við þessar þjóðir undanfarin ár og það hafa verið jafnir leikir. Við erum lið sem getur unnið þessi lið á góðum degi," sagði Sigurður Ragnar. Íslenska liðið er nú að fara að keppa á sínu öðru stórmóti, en liðið tapaði öllum þremur leikjum sínum á EM í Finnlandi 2009. „Mér líður aðeins öðruvísi að fara inn í þetta mót en síðast. Þá var allt nýtt og við lærðum heilmikið á þeirri keppni. Núna finnst okkur liðið okkar sterkara en áður og við eigum mun meiri möguleika í þessum riðli heldur en síðast," sagði Sigurður Ragnar, sem fer nú í það að skipuleggja síðustu mánuðina fyrir mótið. „Nú fer undirbúningurinn á fullt, við finnum okkur vináttuleiki og skipuleggjum næsta landsliðsár. Ég ætla að kalla saman stóran hóp milli jóla og nýárs með leikmönnum sem ég tel að eigi góða möguleika á því að komast í lokakeppnishópinn," sagði Sigurður Ragnar, sem vill spila fullt af vináttuleikjum fram að mótinu í júlí. „Við vitum að við tökum þátt í Algarve-bikarnum og það verða fjórir leikir í mars. Við erum að skoða að spila heima í Kórnum í febrúar en það er ekki orðið ljóst á móti hverjum. Í júní eru þrjár dagsetningar þar sem er möguleiki á því að spila leiki og vonandi getum við spilað á þeim öllum," sagði Sigurður Ragnar.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjá meira