Kisur eru næstum fullkomnar Sara skrifar 3. nóvember 2012 08:00 Björn Þór Björnsson, eða Bobby Breiðholt eins og hann er betur þekktur, stofnaði hópinn Kat Junkies fyrir aðdáendur katta.fréttablaðið/gva Björn Þór Björnsson stofnaði hóp á Facebook þar sem aðdáendur katta geta deilt myndum og myndböndum. „Það lífgar upp á daginn að geta skoðað myndir af köttum reglulega og það er alls kyns fólk sem sameinast þarna í kisuskapnum,“ segir Björn Þór Björnsson sem stofnaði hópinn Kat Junkies á Facebook. Þar deilir fólk myndum og myndböndum af köttum. Björn Þór, betur þekktur sem Bobby Breiðholt, segir sig og vini sína vera mikla kattaaðdáendur sem hafi lengi stundað það að senda hver öðrum skemmtilegar myndir af köttum. „Við vinirnir eru allir kattasjúkir lúðar og höfum lengi stundað það að senda á milli kisumyndir í tölvupósti. Mér fannst sniðugra að búa til hóp á Facebook fyrir alla til að njóta og deila. Fyrst voru þetta bara við félagarnir en svo hefur hópurinn stækkað og telur nú um 44 manns. Flestir eru mjög virkir og fólk er duglegt að birta myndir, líka við hitt og þetta og „kommenta“. Það er mikil og einlæg ást á köttum sem á sér stað þarna.“ Sjálfur á Björn köttinn Músa sem gengur einnig undir nöfnunum Spikulás og Digurjón og kveðst Björn gjarnan deila myndum af kettinum með fólki. Inntur eftir því hvað í fari katta heilli hann svo, er hann fljótur til svars: „Kettir eru svo miklir karakterar og gera oft algjöra vitleysu, eins og að stökkva ofan í pappakassa, og það er gaman að fylgjast með þeim.“ Honum finnst gagnrýnin sem kettir fá gjarnan óréttmæt. „Þetta eru bara dýr, þeir eru ekki að æða inn um glugga eða róta í beðum til að pirra neinn. Það er enginn fullkominn, þó kettir komist næst því.“ Menning Mest lesið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira
Björn Þór Björnsson stofnaði hóp á Facebook þar sem aðdáendur katta geta deilt myndum og myndböndum. „Það lífgar upp á daginn að geta skoðað myndir af köttum reglulega og það er alls kyns fólk sem sameinast þarna í kisuskapnum,“ segir Björn Þór Björnsson sem stofnaði hópinn Kat Junkies á Facebook. Þar deilir fólk myndum og myndböndum af köttum. Björn Þór, betur þekktur sem Bobby Breiðholt, segir sig og vini sína vera mikla kattaaðdáendur sem hafi lengi stundað það að senda hver öðrum skemmtilegar myndir af köttum. „Við vinirnir eru allir kattasjúkir lúðar og höfum lengi stundað það að senda á milli kisumyndir í tölvupósti. Mér fannst sniðugra að búa til hóp á Facebook fyrir alla til að njóta og deila. Fyrst voru þetta bara við félagarnir en svo hefur hópurinn stækkað og telur nú um 44 manns. Flestir eru mjög virkir og fólk er duglegt að birta myndir, líka við hitt og þetta og „kommenta“. Það er mikil og einlæg ást á köttum sem á sér stað þarna.“ Sjálfur á Björn köttinn Músa sem gengur einnig undir nöfnunum Spikulás og Digurjón og kveðst Björn gjarnan deila myndum af kettinum með fólki. Inntur eftir því hvað í fari katta heilli hann svo, er hann fljótur til svars: „Kettir eru svo miklir karakterar og gera oft algjöra vitleysu, eins og að stökkva ofan í pappakassa, og það er gaman að fylgjast með þeim.“ Honum finnst gagnrýnin sem kettir fá gjarnan óréttmæt. „Þetta eru bara dýr, þeir eru ekki að æða inn um glugga eða róta í beðum til að pirra neinn. Það er enginn fullkominn, þó kettir komist næst því.“
Menning Mest lesið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira