Líður eins og á glænýjum Porsche á litríkum Hippa 3. nóvember 2012 06:00 Gabriel Gerald Haesler hefur sett "litríkasta bíl landsins“ á söluskrá. Fréttablaðið/Anton "Þetta vekur mikla athygli en það eru ekki margir sem vilja kaupa hann,“ segir Gabriel Gerald Haesler.Hann hefur sett inn auglýsingu á vefsíðuna Bland.is þar sem hann auglýsir "litríkasta bíl Íslands“ til sölu. Bíllinn, sem er af tegundinni Volkswagen Vento frá árinu 1997, var málaður í listasmiðju Hafnarhússins árið 2009 af nemendum Fjölbrautaskólans í Breiðholti og var það myndlistarmaðurinn Davíð Örn Halldórsson sem stýrði verkefninu. Bíllinn var í eigu þáverandi menningarstjóra Hafnarhússins."Þetta var gömul drusla sem hún átti sem hún ætlaði að láta henda. Síðan var þessi listasmiðja í Hafnarhúsinu og hún bauð fram bílinn sinn,“ segir Gabríel, sem frétti af honum í gegnum móður sína sem var að vinna í Hafnarhúsinu. "Ég var að leita mér að ódýrum bíl. Hún tók eftir því að hún var að selja bílinn sinn og það bara hitti voðalega heppilega á.“Þessi litríki bíll hefur fengið viðurnefnið Hippinn og vekur mikla athygli hvert sem hann fer. "Það er ekki búið að vera leiðinlegt að eiga þennan bíl. Manni líður eins og maður sé á splunkunýjum Porsche. Það eru einhvern veginn allir að fylgjast með manni,“ segir hann. Spurður hvað vinum hans finnst um Hippann segir Gabríel: "Það eru mjög skiptar skoðanir á því hvort þetta sé flottur bíll eða ekki en það finnst öllum bíllinn athyglisverður.“ Hann er sannfærður um að þetta sé litríkasti bíll landsins. "Ég hef aldrei fengið staðfestingu á því en ég hef ekki séð litríkari bíl enn þá.“Verðið sem Gabriel setur á bílinn er 230 þúsund krónur. "Hann er í toppstandi. Það er ekkert að honum.“freyr@frettabladid.is Menning Mest lesið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira
"Þetta vekur mikla athygli en það eru ekki margir sem vilja kaupa hann,“ segir Gabriel Gerald Haesler.Hann hefur sett inn auglýsingu á vefsíðuna Bland.is þar sem hann auglýsir "litríkasta bíl Íslands“ til sölu. Bíllinn, sem er af tegundinni Volkswagen Vento frá árinu 1997, var málaður í listasmiðju Hafnarhússins árið 2009 af nemendum Fjölbrautaskólans í Breiðholti og var það myndlistarmaðurinn Davíð Örn Halldórsson sem stýrði verkefninu. Bíllinn var í eigu þáverandi menningarstjóra Hafnarhússins."Þetta var gömul drusla sem hún átti sem hún ætlaði að láta henda. Síðan var þessi listasmiðja í Hafnarhúsinu og hún bauð fram bílinn sinn,“ segir Gabríel, sem frétti af honum í gegnum móður sína sem var að vinna í Hafnarhúsinu. "Ég var að leita mér að ódýrum bíl. Hún tók eftir því að hún var að selja bílinn sinn og það bara hitti voðalega heppilega á.“Þessi litríki bíll hefur fengið viðurnefnið Hippinn og vekur mikla athygli hvert sem hann fer. "Það er ekki búið að vera leiðinlegt að eiga þennan bíl. Manni líður eins og maður sé á splunkunýjum Porsche. Það eru einhvern veginn allir að fylgjast með manni,“ segir hann. Spurður hvað vinum hans finnst um Hippann segir Gabríel: "Það eru mjög skiptar skoðanir á því hvort þetta sé flottur bíll eða ekki en það finnst öllum bíllinn athyglisverður.“ Hann er sannfærður um að þetta sé litríkasti bíll landsins. "Ég hef aldrei fengið staðfestingu á því en ég hef ekki séð litríkari bíl enn þá.“Verðið sem Gabriel setur á bílinn er 230 þúsund krónur. "Hann er í toppstandi. Það er ekkert að honum.“freyr@frettabladid.is
Menning Mest lesið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira