Líður eins og á glænýjum Porsche á litríkum Hippa 3. nóvember 2012 06:00 Gabriel Gerald Haesler hefur sett "litríkasta bíl landsins“ á söluskrá. Fréttablaðið/Anton "Þetta vekur mikla athygli en það eru ekki margir sem vilja kaupa hann,“ segir Gabriel Gerald Haesler.Hann hefur sett inn auglýsingu á vefsíðuna Bland.is þar sem hann auglýsir "litríkasta bíl Íslands“ til sölu. Bíllinn, sem er af tegundinni Volkswagen Vento frá árinu 1997, var málaður í listasmiðju Hafnarhússins árið 2009 af nemendum Fjölbrautaskólans í Breiðholti og var það myndlistarmaðurinn Davíð Örn Halldórsson sem stýrði verkefninu. Bíllinn var í eigu þáverandi menningarstjóra Hafnarhússins."Þetta var gömul drusla sem hún átti sem hún ætlaði að láta henda. Síðan var þessi listasmiðja í Hafnarhúsinu og hún bauð fram bílinn sinn,“ segir Gabríel, sem frétti af honum í gegnum móður sína sem var að vinna í Hafnarhúsinu. "Ég var að leita mér að ódýrum bíl. Hún tók eftir því að hún var að selja bílinn sinn og það bara hitti voðalega heppilega á.“Þessi litríki bíll hefur fengið viðurnefnið Hippinn og vekur mikla athygli hvert sem hann fer. "Það er ekki búið að vera leiðinlegt að eiga þennan bíl. Manni líður eins og maður sé á splunkunýjum Porsche. Það eru einhvern veginn allir að fylgjast með manni,“ segir hann. Spurður hvað vinum hans finnst um Hippann segir Gabríel: "Það eru mjög skiptar skoðanir á því hvort þetta sé flottur bíll eða ekki en það finnst öllum bíllinn athyglisverður.“ Hann er sannfærður um að þetta sé litríkasti bíll landsins. "Ég hef aldrei fengið staðfestingu á því en ég hef ekki séð litríkari bíl enn þá.“Verðið sem Gabriel setur á bílinn er 230 þúsund krónur. "Hann er í toppstandi. Það er ekkert að honum.“freyr@frettabladid.is Menning Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
"Þetta vekur mikla athygli en það eru ekki margir sem vilja kaupa hann,“ segir Gabriel Gerald Haesler.Hann hefur sett inn auglýsingu á vefsíðuna Bland.is þar sem hann auglýsir "litríkasta bíl Íslands“ til sölu. Bíllinn, sem er af tegundinni Volkswagen Vento frá árinu 1997, var málaður í listasmiðju Hafnarhússins árið 2009 af nemendum Fjölbrautaskólans í Breiðholti og var það myndlistarmaðurinn Davíð Örn Halldórsson sem stýrði verkefninu. Bíllinn var í eigu þáverandi menningarstjóra Hafnarhússins."Þetta var gömul drusla sem hún átti sem hún ætlaði að láta henda. Síðan var þessi listasmiðja í Hafnarhúsinu og hún bauð fram bílinn sinn,“ segir Gabríel, sem frétti af honum í gegnum móður sína sem var að vinna í Hafnarhúsinu. "Ég var að leita mér að ódýrum bíl. Hún tók eftir því að hún var að selja bílinn sinn og það bara hitti voðalega heppilega á.“Þessi litríki bíll hefur fengið viðurnefnið Hippinn og vekur mikla athygli hvert sem hann fer. "Það er ekki búið að vera leiðinlegt að eiga þennan bíl. Manni líður eins og maður sé á splunkunýjum Porsche. Það eru einhvern veginn allir að fylgjast með manni,“ segir hann. Spurður hvað vinum hans finnst um Hippann segir Gabríel: "Það eru mjög skiptar skoðanir á því hvort þetta sé flottur bíll eða ekki en það finnst öllum bíllinn athyglisverður.“ Hann er sannfærður um að þetta sé litríkasti bíll landsins. "Ég hef aldrei fengið staðfestingu á því en ég hef ekki séð litríkari bíl enn þá.“Verðið sem Gabriel setur á bílinn er 230 þúsund krónur. "Hann er í toppstandi. Það er ekkert að honum.“freyr@frettabladid.is
Menning Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira