Frumsýnd eftir áramót í Bandaríkjunum 1. nóvember 2012 00:01 Bandaríska endurgerðin á íslensku kvikmyndinni "Á annan veg" verður frumsýnd vestanhafs eftir áramót. Endurgerðin ber titilinn "Prince Avalanche" og var tekin upp í Austin í Texasfylki í sumar. Myndin er nú á lokastigi eftirvinnslunnar. Í aðalhlutverkunum tveimur eru Hollywood-leikararnir Paul Rudd og Emile Hirsch. Rudd er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Friends og kvikmyndum á borð við Anchorman og Knocked Up. Hirsch hefur meðal annars leikið í myndunum Milk og Into the Wild. Davíð Óskar Ólafsson hjá framleiðslufyrirtækinu Mystery segir endurgerðina vera trúa upprunalega handritinu, en auðvitað sé því breytt örlítið og sniðin til fyrir bandarískan markað. Þetta er samt enn þá saga um tvo einstaklinga í skrýtnum aðstæðum, sem gerist á níunda áratuginum. Hafsteinn Gunnar Sigurðsson leikstýrði Á annan veg og fékk góða dóma hérlendis. Í leikstjórastólnum að þessu sinni er David Gordon Green, en hann á að baki myndir á borð við Pineapple Express, Your Highness og The Sitter. Stefnt er á að sýna Prince Avalanche hér á landi stuttu eftir frumsýninguna í Bandaríkjunum. Davíð Óskar segir aðstandendur Á annan veg stefna út á frumsýninguna. "Við höfum ekkert séð enn þá og viljum helst ekki sjá neitt. Við bara bíðum spenntir að sjá myndina í salnum og láta hana koma okkur á óvart." Hér fyrir ofan má sjá sýnishornið úr Á annan veg sem var frumsýnt hér á Vísi í ágúst. Menning Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Bandaríska endurgerðin á íslensku kvikmyndinni "Á annan veg" verður frumsýnd vestanhafs eftir áramót. Endurgerðin ber titilinn "Prince Avalanche" og var tekin upp í Austin í Texasfylki í sumar. Myndin er nú á lokastigi eftirvinnslunnar. Í aðalhlutverkunum tveimur eru Hollywood-leikararnir Paul Rudd og Emile Hirsch. Rudd er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Friends og kvikmyndum á borð við Anchorman og Knocked Up. Hirsch hefur meðal annars leikið í myndunum Milk og Into the Wild. Davíð Óskar Ólafsson hjá framleiðslufyrirtækinu Mystery segir endurgerðina vera trúa upprunalega handritinu, en auðvitað sé því breytt örlítið og sniðin til fyrir bandarískan markað. Þetta er samt enn þá saga um tvo einstaklinga í skrýtnum aðstæðum, sem gerist á níunda áratuginum. Hafsteinn Gunnar Sigurðsson leikstýrði Á annan veg og fékk góða dóma hérlendis. Í leikstjórastólnum að þessu sinni er David Gordon Green, en hann á að baki myndir á borð við Pineapple Express, Your Highness og The Sitter. Stefnt er á að sýna Prince Avalanche hér á landi stuttu eftir frumsýninguna í Bandaríkjunum. Davíð Óskar segir aðstandendur Á annan veg stefna út á frumsýninguna. "Við höfum ekkert séð enn þá og viljum helst ekki sjá neitt. Við bara bíðum spenntir að sjá myndina í salnum og láta hana koma okkur á óvart." Hér fyrir ofan má sjá sýnishornið úr Á annan veg sem var frumsýnt hér á Vísi í ágúst.
Menning Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira