Íslensku lopasokkarnir í útrás til Kanada 26. október 2012 09:00 Íslenska ullin vinsæl Birgitta Ásgrímsdóttir segir Varma hafa sent sokkana glóðvolga úr vélunum til Kanada. Fréttablaðið/Anton „Kanadabúar eru ekki hræddir við ullina þó að hún stingi smá," segir Birgitta Ásgrímsdóttir, sölu-og markaðsstjóri hjá prjónafyrirtækinu Varma sem nýverið hóf útrás á íslensku ullarsokkunum til Kanada. Það var skóframleiðandinn Ecco sem heillaðist af klassísku gráyrjóttu ullarsokkunum sem flestir Íslendingar ættu að kannast vel við. Aðstandendur skóframleiðandans fræga rákust á sokkana í lítilli vefverslun sem 86 ára gamall Vestur-Íslendingur rekur þar ytra og höfðu í kjölfarið samband við Varma. Pöntunin hljóðar upp á þúsund ullarsokkapör. Hún barst fyrir tveimur vikum og sokkarnir eiga að vera komnir í allar Ecco-búðir í Kanada fyrir mánaðamót. „Þetta er mjög stórt fyrir okkur. Við seljum um tíu þúsund pör af þessari tegund á ári svo þetta er ágætis viðbót við það." Allt hefur verið á fullu síðustu vikur í verksmiðju Varma á Akureyri þar sem fimmtán starfsmenn standa vaktina. „Það hefur verið mikill hamagangur hérna vegna þessa. Við höfum sent sokkana út glóðvolga úr vélunum um leið og þeir eru tilbúnir." Birgitta segir að íslensku lopasokkunum verði stillt upp með útvistarskólínu Ecco. Hún telur að þetta sé hugsanlegt upphaf að auknum vinsældum íslensku ullarinnar á heimsvísu. „Við erum að dýfa litlu tánni í stóran markað og þetta er spennandi tækifæri fyrir okkur. Í augnablikinu er aukin eftirspurn eftir efnum á borð við íslensku ullina, sem er unnin í sátt og samlyndi við umhverfi sitt og er ekki fjöldaframleidd." - áp Lífið Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
„Kanadabúar eru ekki hræddir við ullina þó að hún stingi smá," segir Birgitta Ásgrímsdóttir, sölu-og markaðsstjóri hjá prjónafyrirtækinu Varma sem nýverið hóf útrás á íslensku ullarsokkunum til Kanada. Það var skóframleiðandinn Ecco sem heillaðist af klassísku gráyrjóttu ullarsokkunum sem flestir Íslendingar ættu að kannast vel við. Aðstandendur skóframleiðandans fræga rákust á sokkana í lítilli vefverslun sem 86 ára gamall Vestur-Íslendingur rekur þar ytra og höfðu í kjölfarið samband við Varma. Pöntunin hljóðar upp á þúsund ullarsokkapör. Hún barst fyrir tveimur vikum og sokkarnir eiga að vera komnir í allar Ecco-búðir í Kanada fyrir mánaðamót. „Þetta er mjög stórt fyrir okkur. Við seljum um tíu þúsund pör af þessari tegund á ári svo þetta er ágætis viðbót við það." Allt hefur verið á fullu síðustu vikur í verksmiðju Varma á Akureyri þar sem fimmtán starfsmenn standa vaktina. „Það hefur verið mikill hamagangur hérna vegna þessa. Við höfum sent sokkana út glóðvolga úr vélunum um leið og þeir eru tilbúnir." Birgitta segir að íslensku lopasokkunum verði stillt upp með útvistarskólínu Ecco. Hún telur að þetta sé hugsanlegt upphaf að auknum vinsældum íslensku ullarinnar á heimsvísu. „Við erum að dýfa litlu tánni í stóran markað og þetta er spennandi tækifæri fyrir okkur. Í augnablikinu er aukin eftirspurn eftir efnum á borð við íslensku ullina, sem er unnin í sátt og samlyndi við umhverfi sitt og er ekki fjöldaframleidd." - áp
Lífið Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög