Íslensku lopasokkarnir í útrás til Kanada 26. október 2012 09:00 Íslenska ullin vinsæl Birgitta Ásgrímsdóttir segir Varma hafa sent sokkana glóðvolga úr vélunum til Kanada. Fréttablaðið/Anton „Kanadabúar eru ekki hræddir við ullina þó að hún stingi smá," segir Birgitta Ásgrímsdóttir, sölu-og markaðsstjóri hjá prjónafyrirtækinu Varma sem nýverið hóf útrás á íslensku ullarsokkunum til Kanada. Það var skóframleiðandinn Ecco sem heillaðist af klassísku gráyrjóttu ullarsokkunum sem flestir Íslendingar ættu að kannast vel við. Aðstandendur skóframleiðandans fræga rákust á sokkana í lítilli vefverslun sem 86 ára gamall Vestur-Íslendingur rekur þar ytra og höfðu í kjölfarið samband við Varma. Pöntunin hljóðar upp á þúsund ullarsokkapör. Hún barst fyrir tveimur vikum og sokkarnir eiga að vera komnir í allar Ecco-búðir í Kanada fyrir mánaðamót. „Þetta er mjög stórt fyrir okkur. Við seljum um tíu þúsund pör af þessari tegund á ári svo þetta er ágætis viðbót við það." Allt hefur verið á fullu síðustu vikur í verksmiðju Varma á Akureyri þar sem fimmtán starfsmenn standa vaktina. „Það hefur verið mikill hamagangur hérna vegna þessa. Við höfum sent sokkana út glóðvolga úr vélunum um leið og þeir eru tilbúnir." Birgitta segir að íslensku lopasokkunum verði stillt upp með útvistarskólínu Ecco. Hún telur að þetta sé hugsanlegt upphaf að auknum vinsældum íslensku ullarinnar á heimsvísu. „Við erum að dýfa litlu tánni í stóran markað og þetta er spennandi tækifæri fyrir okkur. Í augnablikinu er aukin eftirspurn eftir efnum á borð við íslensku ullina, sem er unnin í sátt og samlyndi við umhverfi sitt og er ekki fjöldaframleidd." - áp Lífið Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
„Kanadabúar eru ekki hræddir við ullina þó að hún stingi smá," segir Birgitta Ásgrímsdóttir, sölu-og markaðsstjóri hjá prjónafyrirtækinu Varma sem nýverið hóf útrás á íslensku ullarsokkunum til Kanada. Það var skóframleiðandinn Ecco sem heillaðist af klassísku gráyrjóttu ullarsokkunum sem flestir Íslendingar ættu að kannast vel við. Aðstandendur skóframleiðandans fræga rákust á sokkana í lítilli vefverslun sem 86 ára gamall Vestur-Íslendingur rekur þar ytra og höfðu í kjölfarið samband við Varma. Pöntunin hljóðar upp á þúsund ullarsokkapör. Hún barst fyrir tveimur vikum og sokkarnir eiga að vera komnir í allar Ecco-búðir í Kanada fyrir mánaðamót. „Þetta er mjög stórt fyrir okkur. Við seljum um tíu þúsund pör af þessari tegund á ári svo þetta er ágætis viðbót við það." Allt hefur verið á fullu síðustu vikur í verksmiðju Varma á Akureyri þar sem fimmtán starfsmenn standa vaktina. „Það hefur verið mikill hamagangur hérna vegna þessa. Við höfum sent sokkana út glóðvolga úr vélunum um leið og þeir eru tilbúnir." Birgitta segir að íslensku lopasokkunum verði stillt upp með útvistarskólínu Ecco. Hún telur að þetta sé hugsanlegt upphaf að auknum vinsældum íslensku ullarinnar á heimsvísu. „Við erum að dýfa litlu tánni í stóran markað og þetta er spennandi tækifæri fyrir okkur. Í augnablikinu er aukin eftirspurn eftir efnum á borð við íslensku ullina, sem er unnin í sátt og samlyndi við umhverfi sitt og er ekki fjöldaframleidd." - áp
Lífið Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira